Gönguferð í Slóveníu

6. júlí - 12. júlí 2020

Við bjóðum upp á frábæra göngu í slóvensku ölpunum sem felur í sér ógleymanlega ferð á hæsta fjall landsins, Triglav-tind. 


Slóvenía & Triglav-Tindur

Dagsetning: 6. - 12. júlí 2020

Árið 2020 bjóðum við upp á skemmtilega göngu við hæfi flestra um slóvensku alpana þar sem hápunktur ferðarinnar verður klifur á hæsta tind Slóveníu. Við stefnum á að heimsækja fleiri tinda en fyrst og fremst ætlum við að eyða góðum dögum í stórbrotinni náttúru Slóveníu. Gisting er ýmist á hótelum eða í fjallaskálum.    

Þetta er ferð sem hentar öllum þeim sem treysta sér til að ganga í nokkra daga með allt á bakinu utan tjalds. 

Fyrirkomulag

Dagur 1:

Við verðum sótt á flugvöllinn í Munchen og flutt til bæjarins Bled í Slóveníu þar sem við gistum fyrstu nóttina.

Dagur 2:

Við byrjum daginn á göngu um Pokljuka-svæðið fyrri partinn. Seinni partinn förum við með báti til Bled-eyju. Við ljúkum deginum með kvöldverði á Garden Village í Bled áður en við leggjumst til svefns á hóteli í bænum.

Dagur 3:

Við færum okkur í átt að Bohinj-svæðinu en upphafsstaður göngu dagsins er Blato-rjóðrið. Fjöllin norður af Bohinj-vatni eru lægri en nágrennið og því myndast slík rjóður og opin svæði víða. Við förum í gegnum þónokkur lítil sveitabæjaþorp á leið okkar niður í botn Triglav Lakes dalsins þar sem við gistum í skála í nágrenni Dvojno jezero, Tvöfalda vatnsins. Lengd: 10km, 6klst.

Dagur 4:

Við hefjum daginn á göngu upp úr Triglav Lakes dalnum og förum leið sem skartar einni mestu náttúrufegurð austur-alpasvæðisins. Ef orkan okkar leyfir munum við einnig klífa Kanjavec-fjall (2.569m) áður en við komum að næsta skála sem er staðsettur rétt vestan Triglav-tinds. Lengd: 9km, 5klst (6-7 klst. ef við förum á Kanjavec).

Dagur 5:

Þessi dagur er “stóri toppadagurinn” okkar. Við munum klifra á hæsta tind Slóveníu og þjóðartákn landsins; Triglav-tind. Gangan og klifrið eru ekki tæknilega krefjandi en svæðið er mjög bert og opið svo við munum fá teymi af auka leiðsögumönnum með allan öryggisbúnað til að aðstoða okkur. Við lækkum okkur svo niður suðurhlíð fjallsins og göngum að næsta skála þar sem við eyðum síðustu nóttinni okkar í fjöllunum.

Dagur 6:

Síðast göngudagur ferðinnar er þægilegur og við munum aðeins þurfa að leggja á okkur létta göngu eftir slóðum um lægri fjöll áður en við komum aftur á upphafsstaðinn okkar, Blato-rjóðrið. Ef þreytustigið okkar er of hátt getum við einnig stytt þennan dag og farið beint til Pokljuka. Okkur verður svo skutlað til Bohinj þar sem við eyðum síðustu nótt ferðarinnar á þægilegu hóteli.

Dagur 7:

Við verðum flutt á flugvöllinn í Munchen og fljúgum þaðan heim.

Til þess að bóka eða fá frekari upplýsingar skal hafa samband á: info@tindartravel.is

Staðfestingargjald: 50.000 kr.

Ferðin skal vera að fullu greidd 30 dögum fyrir brottför.

Möguleiki að skipta greiðslum á kreditkort.

Loading...

INNIFALIÐ

 • Flug til og frá áfangastaðar.
 • Fagleg fjallaleiðsögn um svæðið.
 • IFMGA leiðsögumaður 1:6.
 • Gisting á hóteli í upphafi og lok ferðar.
 • Gisting í fjallaskálum.
 • Málsverðir í skálum.

EKKI INNIFALIÐ

 • Ferðatryggingar.
 • Aukanætur á hóteli ef ferð er lengd.
 • Uppihald utan skálagistingar
 • Drykkir í göngunni.
 • Auka snarl í göngunni.

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search

X