Gönguferð í Slóveníu

Við ætlum í slóvensku alpana, skoða stærsta fjallgarðinn á svæðinu og njóta náttúrunnar. 


Gönguferð í Slóveníu

Langar þig að upplifa stórkostleg fjöll í slóvensku ölpunum? Við ætlum að ganga á tvo stærstu fjallgarðana á svæðinu, Julian alpana og Kamnik alpana, og til að hafa orku í næsta dag á hverjum degi þá látum við fara vel um okkur í fjallakofum á kvöldin, borðum heitar máltíðir og njótum þess að láta líða úr okkur.

Fararstjóri: Sigurður Bjarni Sveinsson.

FYRIRKOMULAG

Þessi ferð er frá laugardegi til sunnudags. Á sunnudegi hittist hópurinn og alpaævintýrið hefst. Við munum fljúga út á laugardeginum og svo aftur heim seinnipart sunnudags viku síðar. Síðasta kvöldið fer í að njóta bæjarlífsins sem svæðið hefur upp á að bjóða.

En að göngunni. Við notum fyrstu tvo dagana til að kanna norðurhluta Kamnik alpanna. Þar er að finna einn þekktasta dal svæðisins, Logarska dalinn, en merkilegt nokk þá er hann ekki svo fjölfarinn. Til að auka enn á upplifunina ætlum við að eyða nóttinni í fjallakofa sem stendur mun hærra en dalurinn,

Eftir gönguna í Kamnik ölpunum færum við okkur yfir í Julian alpana sem eru stærsti og hæst fjallgarður Slóveníu. Fyrsta daginn slökum við á og tökum stutta göngu og skoðum fossana í Vrata dal og sjáum magnaða norðuhlíð hæsta fjalls Slóveníu, Triglav. Að því loknu höldum við að Bohinj vatninu þaðan sem við hefjum þriggja daga göngu til að skoða Triglav Lakes dalinn. Síðasti hluti ferðarinnar er svo ganga niður Soca dalinn sem býður upp á magnað útsýni. Þegar komið er niður förum við í örlítið ferðalag með bragðlaukana sem svíkur engan.

Þessi ferð hentar mjög vel fólki sem er í ágætu formi og nýtur þess að vera úti í náttúrunni. Engin þörf er á sérstakri klifurkunnáttu en gott er að vera í fjallaformi og geta gengið í 5-7 klukkustundir á dag í hæðóttu landslagi á jöfnum hraða. Hækkun/lækkun er á bilinu 500-800m. Göngugarpar bera dagpoka á bakinu með þann búnað sem þarf að nota þann daginn.

Hámark 6 farþegar eru á hvern leiðsögumann. Ef hópurinn er er stærri er leiðsögumönnum fjölgað og hópnum mögulega skipt upp ef þörf krefur. Lágmarksþátttaka í ferðina eru 4 farþegar.

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search