Rússland - elbrus

Við stefnum á topp Evrópu - Elbrus í Rússlandi! Þetta er sannkallað ævintýri fyrir þá fjallaþyrstu.


Rússland - Elbrus

Þetta er sannkölluð ævintýraferð þar sem við munum kynnast rússneskri menningu og fjöllum. Flogið verður til Mineralnie Vody degi eftir komu til Rússlands og þar hefst ferðin. Við munum nýta dagana fram að toppadegi vel til aðlögunar og færum okkur hægt og bítandi að grunnbúðum Elbrus þar sem við reynum við toppinn á 7. degi. Eftir toppadag förum við niður og komum aftur til Mineralnie Vody á 10. degi.

DAGSKRÁ

Dagur 1: Brottför

Við komum til Rússlands í dag eftir þeim leiðum sem hver og einn velur. Við mælum með því að fljúga til Moskvu. 

Dagur 2: Mineralnie Vody - Piatigorsk

Í dag fljúgum við til Mineralnie Vody og þar hefst leiðangurinn okkar. Við keyrum um 30km leið til Piatigorsk og gistum þar á hóteli.

Dagur 3: Piatigorsk - hathansu

Í dag keyrum við um 100km leið til Hathansu í 2.500m hæð þar sem við setjum upp búðir. Á morgun hefst aðlögunargangan.

Dagur 4: Aðlögunarganga

Í dag förum við í aðlögunargöngu upp í 3.500m hæð, á stað sem gjarnar er kallaður "Stone Mushrooms" vegna óvenjulegra stein myndanna. Við komum aftur niður í grunnbúðir okkar í Hathansu eftir daginn.

Dagur 5: Hathansu - Norður skálinn

Í dag höldum við áfram að hækka okkur og höldum upp í norður skála, sem er í 3.760m hæð. Þar munum við eyða næstu dögum þar sem þetta verða okkar grunnbúðir.

Dagur 6: Aðlögunarganga

Við göngum upp í 4.300m hæð í dag til að æfa okkur í jöklagöngu og línuvinnslu. Nýtum daginn vel og lækkum okkur svo aftur í norður skálan.

DAGUR 7: AÐLÖGUNARGANGA

Í dag höldum við aðlöguninni áfram og hækkum okkur upp í 4.800m á fjallinu. Við eyðum svo nóttinni aftur í skálanum okkar og gerum allt klárt fyrir toppadaginn.

DAGUR 8: Toppadagur!

Þá leggjum við á toppinn! Þetta verður langur dagur sem hefst um nóttina og við göngum inn í sólarupprásina. Toppurinn á Elbrus (5.642m) tekur á móti okkur fagnandi. Eftir að hafa smellt nokkrum fimmum og enn fleiri sjálfsmyndum göngum við niður í skálan okkar og eyðum nóttinni þar.

DAGUR 9: Varadagur fyrir toppinn

Við eigum þennan dag til vara ef ske kynni að veðrið muni ekki leika við okkur daginn áður.

DAGUR 10: norður skálinn - Hathansu - Piatigorsk

Í dag pökkum við saman og göngum niður til Hathansu þar sem farið okkar bíður og keyrir með okkur til Piatigorsk. Þar gistum við á hóteli sem verður kærkomið eftir sigra síðustu daga.

DAGUR 11: Piatigorsk - Mineralnie Vody

Í dag ferðumst við til Moneralnie Vody og tökum flug til þess áfangastaðs sem hver og ein hefur valið áður.

DAGUR 12: heimferð frá Rússlandi

Ferðin okkar er á enda og við höldum nú heim á leið til Íslands!

INNIFALIÐ

 • Leiðsögn
 • Auka leiðsögumenn á toppadag (3:1)
 • Gisting á hótelum og skálum í ferðinni
 • Öll ferðalög í rútum
 • Allur matur skv dagskrá
 • Sérhæfður útbúnaður fyrir toppadag, s.s. línur, broddar og axir
 • Klifurleyfi á fjallinu
 • Undirbúningsfundur

EKKI INNIFALIÐ

 • Flug til Rússlands
 • Flug til Mineralnie Vody
 • Vegabréfsáritun
 • Almennur útbúnaður til ferðarinnar
 • Matur og drykkir aðrir en tilgreint er í ferðalýsingu
 • Tryggingar

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search