Grunnbúðir everest og island peak

Ferðalag um magnaðan Khumbudalinn, upp að grunnbúðum Everest og á hið magnaða fjall Island Peak.

  

10. - 26. OKTÓBER 2020

 

 GRUNNBÚÐIR EVEREST OG ISLAND PEAK

 Dagsetning: 10. - 26. október 2020.

Þetta er kjörið ævintýri fyrir þau sem langar til þess að taka sín fyrstu skref í háfjallamennskunni eða prófa sig áfram í Himalaya fjallgarðinum.

FYRIRKOMULAG

Frá Kathmandu, höfuðborg Nepal, er flogið til Lukla þar sem gangan um Khumbudalinn í grunnbúðir Everest hefst. Leiðin lætur engan ósnortinn en á henni upplifum við framandi menningu, einstaka gestrisni Sherpanna og ólýsanlega náttúrufegurð Himalayafjallgarðsins. Við gistum í tehúsum, kynnumst nepalskri matargerð og upplifum áhrif búddisma sem eru mjög mikil á svæðinu.

Eftir gönguna grunnbúðir höldum við í átt að Island Peak sem við klífum undir leiðsögn þrautreyndra klifur Sherpa. Island Peak er 6189 m hátt og kallast Imja Tse á máli heimamanna. Fjallið er bæði fallegt, krefjandi og frábær áskorun. Því næst liggur leiðin niður og aftur til Kathmandu.

Alla ferðina njótum við persónulegrar leiðsagnar heimamannsins Dendi og fjölskyldu hans.

Að ganga í hæð getur reynst áskorun og við munum sjá til þess að allir hljóti viðeigandi fræðslu um hvernig best er að athafna sig við þessar aðstæður. Ferðareynsla og gott skipulag koma að góðum notum í ferð sem þessari.

Innifalið í verðinu er undirbúningsnámskeið fyrir fjallgönguna þar sem kennd eru tæknileg atriði, hvað ber að hafa í huga, þrjár æfingagöngur, fræðslukvöld og fyrirlestur um háfjallaveiki.

DAGSKRÁ

Athugið að þessi ferð verður samhliða ferðinni í Grunnbúðir Everest.

 1. Komið til Kathmandu (1300m).
 2. Kathmandu (1300m) skoðunarferð og undirbúningur.
 3. Flug til Lukla (2800m) og gengið til Phakding (2652m) 40 mín. flug, 3-4 klst. ganga.
 4. Phakding til Namche Bazaar (3440m) 5-6 klst.
 5. Namche Bazaar (3440m) hæðaraðlögunarganga.
 6. Namche Bazaar til Deboche (3870m) 5-6 klst.
 7. Deboche til Dingboche (4200m) 4-5 klst.
 8. Dingboche (4200m) hæðaraðlögunarganga.
 9. Dingboche til Lobuche (4930m) 5-6 klst.
 10. Lobuche til Gorak Shep (5170m), gengið í Everest Base Camp (5364m) 6-7 klst.
 11. Gengið á útsýnisstaðinn Kala Patthar (5545m) og aftur tilbaka í Dingboche (4200m) 7-8 klst.
 12. Dingboche til Chhukung (4730m) 4 klst.
 13. Chhukung í Island peak basecamp (5087m) 4 klst.
 14. Island peak toppadagur (6189m) 12-14 klst. Gist í Chhukung.
 15. Chhukung til Lukla með þyrlu og flogið til Kathmandu.
 16. Frjáls dagur í Kathmandu.
 17. Heimför

Staðfestingargjald: 55.000 kr.

Ferðin skal vera að fullu greidd 30 dögum fyrir brottför.

Möguleiki að skipta greiðslum á kreditkort.

Loading...

INNIFALIÐ

 • Íslensk fararstjórn.
 • Leiðsögumaður úr heimabyggð.
 • Ferðir á milli hótels og flugvalla.
 • Skoðunarferð og kvöldverður.
 • Gisting á fjögurra stjörnu hóteli í Kathmandu.
 • Morgunverður í Kathmandu.
 • Flug til og frá Lukla.
 • Gisting í tehúsum í Khumbudalnum.
 • Gisting í tjöldum á fjallinu.
 • Allar máltíðir í göngunni.
 • Klifur Sherpar á Island peak.
 • Þjónusta burðarmanna/jakuxa.
 • Klifurleyfi á fjallinu.
 • Trekking leyfi í þjóðgarðinn.

EKKI INNIFALIÐ

 • Flug til og frá Kathmandu.
 • Ferðatryggingar + evacuation trygging.
 • Vegabréfsáritun.
 • Aukanætur á hóteli ef ferð er lengd.
 • Uppihald í Kathmandu.
 • Þjórfé fyrir burðarmenn og leiðsögumenn af svæðinu.
 • Drykkir í göngunni.
 • Auka snarl í göngunni.

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search