Grunnbúðir Annapurna og Yoga búðir

Dásamlegt ferðalag þar sem blandast saman níu daga gönguferð um Himalaya fjöllin og fjögurra daga yoga búðir í Pokhara.

Fararstjóri: Sölvi Tryggvason

 


GRUNNBÚÐIR ANNAPURNA OG YOGA BÚÐIR

Ferðin er opin öllum og er góð blanda af göngu og slökun í yoga í lokin.

Í október bjóðum við upp á ferð sem á sér enga hliðstæðu. Í faðmi Himalaya-fjallgarðsins ætlum við að blanda saman næringu fyrir líkama og sál í formi gönguferðar í grunnbúðir Annapurna og dvalar í einstökum yogabúðum í miðju Nepal, undir handleiðslu þarlendra sérfræðinga, að göngu lokinni. Þetta verður upplifun sem heldur áfram að gefa eftir að heim er komið og óhætt er að segja að endist þátttakendum um ókomna tíð.

FYRIRKOMULAG

Flogið er frá Kathmandu, höfuðborg Nepal, til Pokhara og þaðan er ekið til Nayapul. Þar hefst sjálf gangan í grunnbúðir Annapurna með viðkomu á útsýnishæðinni Poon Hill sem býður upp á eitt stórkostlegasta útsýni veraldar.

Við munum njóta saman fjölbreytts landslags og nýrra menningarheima. Á kvöldin gistum við í tehúsum og upplifum nepalska matargerð og njótum einstrakrar gestrisni heimamanna.

Það verður hinn góðkunni fjölmiðlamaður, rithöfundur og fyrirlesari Sölvi Tryggvason sem leiðir gönguna. Sölva þarf vart að kynna en hann gaf nýlega út bókina Á eigin skinni, sem er afrakstur áratugsvegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Á undanförnum árum hefur Sölvi lært af framúrskarandi fólki um allan heim og mun hann deila víðtækri þekkingu sinni með þátttakendum á persónulegum nótum.

Að lokinni göngu er ferðinni aftur heitið til Pokhara þar sem yogasetrið er staðsett. Þar munum við njóta frábærrar yogakennslu fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna og eiga möguleika á að skoða okkur um í Pokhara sem er afar skemmtileg borg.

Göngudagar eru samtals níu og þar á eftir eru fjórir dagar í yoga.

Þessu til viðbótar mun Sölvi bjóða upp á einkatíma með áhugasömum þátttakendum fyrir lok ferðar þar sem farið verður dýpra í lífsstíl viðkomandi með það að markmiði að finna raunhæfar leiðir til betra lífs og kveikja neista sem mun leiða þátttakendur til frekari bætinga eftir að dvölinni í Nepal lýkur.

Gangan sjálf er ekki tæknilega erfið og flestir göngudagar eru á bilinu 4 til 7 klst. Að ganga í hæð getur verið áskorun og förum við því hægt yfir til þess að líkaminn fái tækifæri til þess að aðlagast hæðinni. Auk þess sjáum við til þess að allar hjóti viðeigandi fræðslu hvernig best sé að athafna sig við þessar aðstæður.

Innifalið í verðinu er undirbúningsnámskeið fyrir fjallgönguna þar sem kennd eru tæknileg atriði, hvað ber að hafa í huga, þrjár æfingagöngur, fræðslukvöld og fyrirlestur um háfjallaveiki.

Til að auka persónuleikann og tengingu milli þátttakenda í ferðinni verður stærð hópsins takmörkuð og því mikilvægt fyrir áhugasama að tryggja sér pláss sem fyrst.

Okkur hjá Tindum er mikil ánægja að fá Sölva til liðs við okkur og þetta er ferð sem engin áhugamanneskja um framandi slóðir og andlega líðan ætti að láta framhjá sér fara.

DAGSKRÁ

 1. Komið til Kathmandu (1300m).
 2. Kathmandu (1300m) skoðunarferð, undirbúningur, kvöldverður.
 3. Flogið til Pokhara. Ekið til Nayapul (1070m) 3 klst. og gengið í Hille (1460m) 3-4 klst.
 4. Hille til Ghorepani (2860m) 6-7 klst.
 5. Ghorepani á útsýnisstaðinn Poon Hill (3200m) og svo til Tadapani (2630m) 6-7 klst.
 6. Tadapani til Chomrung (2170m) 5-6 klst.
 7. Chomrung til Dobhan (2520m) 5-6 klst.
 8. Dobhan til MBC (3700m) 5-6 klst.
 9. MBC til ABC/Annapurna Base Camp (4130m) og svo niður í Dobhan (2520m) langur dagur.
 10. Dobhan til Kimche (1640) 8 klst.. Þar bíða okkar bílar sem flytja okkur á yogasetrið.
 11. Endurnærandi yoga.
 12. Endurnærandi yoga.
 13. Flogið til Kathmandu.
 14. Heimför

Staðfestingargjald: 55.000 kr.

Ferðin skal vera að fullu greidd 30 dögum fyrir brottför.

Möguleiki að skipta greiðslum á kreditkort.

Loading...

INNIFALIÐ

 • Íslensk fararstjórn.
 • Leiðsögumaður úr heimabyggð.
 • Ferðir á milli hótels og flugvalla.
 • Skoðunarferð og kvöldverður.
 • Gisting á fjögurra stjörnu hóteli í Kathmandu.
 • Morgunverður í Kathmandu.
 • Flug til og frá Pokahara.
 • Gisting í tehúsum.
 • Allar máltíðir í göngunni.
 • Þjónusta burðarmanna.
 • Trekking leyfi.
 • Yoga setur (yogatímar, gisting, máltíðir)

EKKI INNIFALIÐ

 • Flug til og frá Kathmandu.
 • Ferðatryggingar + evacuation trygging.
 • Vegabréfsáritun.
 • Aukanætur á hóteli ef ferð er lengd.
 • Uppihald í Kathmandu.
 • Þjórfé fyrir burðarmenn og leiðsögumenn af svæðinu.
 • Drykkir í göngunni.
 • Auka snarl í göngunni.
 • Auka þjónusta (nudd og líkamsmeðferðir) á yogasetri.

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Fór í frábæra kvennaferð með Tindar Travel í grunnbúðir Annapurna og yoga búðir haustið 2017. Skipulag, leiðsögn og utanumhald var til fyrirmyndar hjá Vilborgu Örnu og Kolbrúnu. Nú á ég einstakar minningar og ennþá meiri ást á Nepal. Mæli með fyrir alla sem vilja upplifa ævintýri, framandi menningarheima og kynnast yndislegu nepölsku fólki.

Guðrún Ragna Hreinsdóttir
Grunnbúðir Annapurna og Yoga búðir 2017

Start typing and press Enter to search