Mont blanc
Alpa klassík eins og hún gerist best! Við bjóðum upp á ævintýraferð á tind sjálfs Hvíta Fjallsins - Mont Blanc - sem er staðsett á landamærum Frakklands og Ítalíu og gnæfir yfir sveitaþorpum beggja landa.
Opin brottför: 14. - 21. júní
Sérferðir fyrir hópa
Mont Blanc
Dagsetning: Boðið verður upp á eina opna brottför 14. -21. júní 2021 og sérferðir eftir óskum.
Mont Blanc þekkja flestir en fjallið er hæsta fjall Alpanna og hæsta fjall Evrópu vestan við Kákasus-fjöllin. Tindur þess er 4.808 metra hár en algengustu leiðirnar henta flestu fjallafólki í góðu formi.
Með í för verða IFMGA-vottaðir leiðsögumenn sem gæta fyllsta öryggis leiðangursfólks.
Fyrir þá sem ekki hyggja á ferð á tindinn má benda á að Tindar Travel bjóða einnig upp á glæsilega gönguferð umhverfis fjallið.
Við vekjum athygli á að Icelandair býður upp á beint flug til og frá Genf sem er í klukkustundar fjarlægð frá Chamonix. Ferðalagið er því einkar þæginlegt og dagsetningarnar eru miðaðar við þá flugleið.
Fyrirkomulag
Dagur 1
Við byrjum daginn á því að aka í gegnum Mont Blanc göngin yfir til Ítalíu þar sem áfangastaðurinn okkar er hinn stórfenglegi Gran Paradiso þjóðgarður. Þaðan leggjum við upp í 2-3 klukkustunda göngu gegnum skógana og gróin svæði í átt að Chabod-skálanum (2750m) sem er staðsettur við rættur hins mikilfenglega norðvesturveggs Gran Paradiso.
Dagur 2
Eftir að hafa tekið daginn snemma munum við klifra hina klassísku leið upp á tind Gran Paradiso (4061m). Stærstur hluti klifursins er á bröttum jökli en undir lokin förum við í opið klettaklifur meðfram tindinum. Útsýnið sem við fáum á Mont Blanc, markmið okkar í vikunni, gerir brasið hinsvegar hvers skrefs virði. Við munum síðan lækka okkur eftir annarri leið niður í Vittorio Emanuele-skálann (2735m) þar sem við hvílumst og eyðum nóttinni.
Dagur 3
Við hefjum daginn á annarri tækniæfingu fyrir ofan skálann áður en við lækkum okkur aftur niður í dalinn og höldum með bíl til baka til Chamonix. Eftir komuna á hótelið höfum við tíma til að slaka á og undirbúa næstu 3 daga á Mont Blanc.
Dagur 4
Þennan morgun leggjum við af stað í fyrsta daginn okkar (af þremur) á Mont Blanc. Eftir stutta bílferð tökum vði Bellevue-kláfinn að Col du Voza og fjallalest að Nid d‘Aigle (2372m). Þaðan leggjum við af stað í 2-3 klukkustunda göngu að Tete Rousse-skálanum (3167m). Við gætum hækkað okkur frekar, upp að Gouter-skálanum (3800m) en það mun velta á bókunarstöðu skálans fyrir daginn. Ef við höldum í Gouter-skálann bætast 2 klukkustundir af klifri við daginn. Um kvöldið munum við nærast og horfa á stórfenglegt sólsetrið áður en við hvílumst fyrir stóra daginn sem bíður.
Dagur 5
Við munum leggja mjög snemma af stað, milli 2 og 5 að nóttu (eftir því hvorum skálanum við gistum í) og hefjum uppgönguna því í myrki með höfuðljós. Frá Tete Rousse-skálanum mun það taka okkur um 6-7 klukkustundir af klifri að ná tindinum, en 3-5 klukkustundir ef við leggjum af stað frá Gouter-skálanum. Eftir að hafa dáðst að útsýninu frá þessum hæsta tindi Vestur-Evrópu munum við halda til baka og eyða annarri nótt í annað hvort Tete Rousse eða Gouter-skálunum.
Dagur 6
Eftir þægilegan morgunverð í góðum félagsskap munum við lækka okkur aftur niður til Nid d‘Aigle og á endanum til Les Houches og þaðan aftur til Chamonix. Við getum einnig átt þennan dag til vara sem toppadag ef veðrið fyrri daginn kom í veg fyrir atlögu að tindinum.
Athugið:
Við áskiljum okkur rétt til að gera breytingar á leiðarlýsingunni byggt á aðstæðum, veðri og bókunarstöðu í skálum.
Hlutfall leiðsögumanna:
Hámark 1:4 fyrir Gran Paradiso Hámark 1:2 fyrir Mont Blanc
Hafið samband við okkur í gegnum info@tindartravel.is fyrir frekari upplýsingar.
Til þess að bóka eða fá frekari upplýsingar skal hafa samband á: info@tindartravel.is
Staðfestingargjald: 55.000 kr.
Ferðin skal vera að fullu greidd 30 dögum fyrir brottför.
Möguleiki að skipta greiðslum á kreditkort.
INNIFALIÐ
- IFMGA-leiðsögumenn
- Fjallaskálar (4 nætur + hálft fæði)
- Ferðir til og frá Pont (upphafsstaður göngu á Gran Paradiso)
- Gisting þrjár nætur á hóteli
- Sérstakt æfingaplan í samvinnu við Uphill Athlete.
EKKI INNIFALIÐ
- Flug
- Ferðir til og frá Chamonix
- Drykkir og hádegisverður í skálum
- Kvöldmatur og uppihald í Chamonix
Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.
