Matterhorn

Árið 2020 bjóðum við í fyrsta sinn upp á ævintýraferð á hið stórbrotna Matterhorn sem er staðsett er á landamærum Ítalíu og Sviss og er án vafa eitt af frægustu fjöllum Evrópu.

Sérferðir fyrir hópa

Matterhorn 

Dagsetning: Sérferð fyrir hópa - lágmark 5 manns

Fyrstu kynni flestra Íslendinga af Matterhorn eru vafalítið tengd hinu þekkta Toblerone-súkkulaði en teiknuð mynd af fjallinu prýðir umbúðir þessa svissneska góðgætis. Fjallið er 4.478 metra hátt og mikil áskorun en er fært vönu fjallafólki í góðu formi.

Með í för verða IFMGA-vottaðir leiðsögumenn sem gæta fyllsta öryggis leiðangursfólks. 

 

Fyrirkomulag

Þar sem um er að ræða sérferð fyrir hópa mun nákvæmt fyrirkomulag velta á hópnum sjálfum. Algengt er að byrja í Zermatt í Sviss, ganga upp í Hörnli-skálann í 3.266 metra hæð og gista þar eina nótt áður en toppadagurinn tekur við. Gengið er á toppinn og til baka niður í dalinn á einum degi og gangan getur tekið allt að 12 klukkustundum. 

Hafið samband við okkur í gegnum info@tindartravel.is fyrir frekari upplýsingar. 


Til þess að bóka eða fá frekari upplýsingar skal hafa samband á: arnar@tindartravel.is eða vilborg@tindartravel.is

Staðfestingargjald: 55.000 kr.

Ferðin skal vera að fullu greidd 30 dögum fyrir brottför.

Möguleiki að skipta greiðslum á kreditkort.

INNIFALIÐ

  • IFMGA-vottuð leiðsögn en að öðu leyti samkomulag eftir þörfum hópa. 

EKKI INNIFALIÐ

  • Flug til og frá áfangastaðar
  • Ferðatryggingar
  • Uppihald

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search

X