Gönguferð í Marokkó

Við ætlum í gönguferð til Marokkó í september með viðkomu á tveimur hæstu fjöllum Norður Afríku, Toubkal (4130) og Ouakrim (4089)

 

Gönguferð í Marokkó

Þessi ferð inniheldur allt sem hressandi vítamín sprauta hefur uppá að bjóða. Ferðin er gott krydd í tilveruna, litrík og bragðmikil. Iðandi mannlíf Marrakech, gómsætur matur, töfrar Medínu, Atlasfjöllin, Berberaþorpin og tveir hæstu tindar N-Afríku, Toubkal og Ouakrim.

Fararstjóri: Vilborg Arna Gissurardóttir

FYRIRKOMULAG

Hópurinn hittist í Marrakech á föstudagskvöldi og fer saman í kvöldverð. Daginn eftir er farið í skoðunarferð um borgina undir leiðsögn heimamanns og á þriðja degi er haldið upp í fjöllin. Göngudagarnir eru þægilegir og góður tími til þess að skoða sig um, taka myndir og njóta þess sem fyrir augu ber.

Berberaþorpin og menningin eru mikil upplifun og því mikilvægt að gefa sér góðan tíma og njóta ferðalagsins.

Boðið er upp á girnilegar máltíðir á göngunni og er það ávallt mikil upplifun og óhætt er að segja að enginn verður svikinn af marrakóskri matargerð.

Á leiðinni er bæði gist í tjöldum og á gistihúsum. Farangur er fluttur á milli á múldýrum og göngumenn ber því einungis dagpoka.

Hámarksfjöldi: 14.

DAGSKRÁ

 1. Komið til Marrakech (466m).
 2. Marrakech, skoðunarferð og undirbúningur.
 3. Ekið til Oukaimeden (80km). Gengið á Tiz N´Aaadi (2980m) og niður að Foussarou (2500m). Gist í tjöldum. Hækkun 600m / lækkun 1850m. 12km / 4-5 klst.
 4. Foussarou til Tizi-n-Likemt Pass (3550m), Azib Likemt (2550m) og að fótum Tizi-n-Ourai col (3109m).  Gist í tjöldum. Hækkun 1200m / lækkun 900m. 17km / 8 klst.
 5. Gengið upp í Tizi-n-Orai skarðið, niður í Assif Tizgui dalinn. Áfram upp og að Ifni vatninu (2000m). Gist í tjöldum. Hækkun 700m / lækkun 1800m. 20km / 8 klst.
 6. Gengið upp á Tizi-n-Ouanoums (3650m) og niður í Mizan River dalinn að Neltner Refuge (Toubkal Basecamp) (3207m). Gist í tjöldum. Hækkun 1350m / lækkun 500m. 9km / 6-7 klst.
 7. Gengið á topp Ouakrim (4089) og aftur í Basecamp (3207m). Gist í tjöldum. Hækkun 1000m 7 / lækkun 1000m. 7 klst.
 8. Toppadagur! Gengið á hæsta tind N-Afríku, Toubkal (4167m). Gengið niður í Imlil (1740m) og þaðan ekið á hótel í Marrakech.
 9. Heimför.

Staðfestingargjald: 50.000 kr.

Boðið er upp á léttgreiðslur.

Loading...

INNIFALIÐ

 • Íslensk fararstjórn.
 • Leiðsögumaður úr heimabyggð.
 • Ferðir á milli hótels og flugvalla.
 • Skoðunarferð og kvöldverður.
 • Gisting á Riadi í Marrakech.
 • Morgunverður í Marrakech.
 • Ferðir innanlands.
 • Gisting á gistiheimilum/tjöldum.
 • Allar máltíðir í gönguferðinni.

EKKI INNIFALIÐ

 • Flug til og frá Marokkó.
 • Ferðatryggingar.
 • Aukanætur á hóteli ef ferð er lengd.
 • Uppihald í Marrakech.
 • Þjórfé fyrir matreiðslu- og leiðsögumenn af svæðinu.
 • Kaldir drykkir.
 • Auka snarl.

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search