Haute Route

Ein vinsælasta fjallaskíðaleið heims. Þessi bíður upp á einstaka alpa upplifun á skíðum. Við göngum upp, rennum okkur niður og eigum svo góðar stundir í fjallaskálum. 

  

Sérferðir fyrir hópa

Haute Route Chamonix - Zermat

 Dagsetning: Sérferð fyrir hópa

Tímasetningar eru seinni partinn í mars og fram í miðjan apríl.

Haute-skíðaleiðin er þekktasta skíðaleiðin í Ölpunum og er eitthvað sem allir áhugasamir fjallaskíða-iðkendur ættu að prófa! Stemningin í skálunum er einstök og 

Þessi frábæra leið liggur um hásvæði Alpanna og tengir tvær sögufrægar Alpamiðstöðvar, Chamonix í Frakklandi og Zermatt í Sviss. Heildarvegalengdin er um 120km og heildarhækkun/lækkun er um 6.000 metrar.

Haute-Route liggur um einstaklega hátt landslag og verðskuldar fyllilega glæsilegt orðspor sitt í ljósi fjallafegurðinnar sem hún liggur um. Þó leiðin sjálf sé einstaklega vinsæl þá mun útfærslan okkar, svokölluð Verbier-útfærsla, tryggja að við ferðumst um ögn fáfarnari slóðir sem um leið tryggja að þátttakendur njóta allra hápunkta leiðarinnar.

FYRIRKOMULAG

Dagur 1

Við byrjum í þorpi að nafni Argentiere, í um 15 mínútna akstursfjarlægð upp dalinn frá Chamonix. Þar munum við fá smávegis hjálp frá skíðalyftunum áður en við setjum skinnin undir skíðin og höldum áfram upp að Argentiere jöklinum. Þaðan liggur leiðin okkar að samnefndum skála sem verður næturstaðurinn okkar þessa fyrstu nótt.

Dagur 2

Við höldum upp frá Argentiere skálanum og bæði skíðum og skinnum í átt að Col du Passon (3.028m). Frá Col du Passon er stutt lækkun niður að Glacier du Tour en þaðan hækkum við okkur að Col du Tour (3.288m). Þessu næst skíðum við inn á Trient-sléttuna í Sviss og að skálanum okkar, Cabane du Trient, þar sem við eyðum nóttinni.

Hækkun um 1.110m, lækkun um 1.200m (6-7 klst.).

 Dagur 3

Þriðji dagurinn okkar inniheldur einhverja bestu lækkun ferðarinnar. Til að byrja með höldum við niður Trident Glacier áður en við beygjum í austur og tökum stutta hækkun á broddum yfir Col des Ecandies (2.796m). Þaðan skíðum við niður hinn afskekkta Val d'Arpette dal sem endar í þorpinu Champex (1.466m). Frá þorpinu tökum við leigubíl að Le Chable smáþorpinu og skellum okkur í lyfturnar í Verbier. Eftir að hafa skíðað stuttlega niður braut frá Mont Fort skinnum við að Col de la Choix. Lítilsháttar lækkun fylgir í kjölfarið og því næst hækkun upp að Col de Momin (3.003m) sem gefur stórkostlegt útsýni yfir Grand Desert jökulinn og tind Rosablanche framundan. Ef tími leyfir munum við stefna á tind Rosablanche (3.336m) og lækka okkur svo í gegnum Glacier de Prafleuri að Prafleuri Refuge skálanum (2.624m) þar sem við eyðum nóttinni.

Hækkun um 900m, lækkun um 2400m (8-9 klst.).

Dagur 4

Við byrjum daginn snemma á því að skinna yfir Col des Roux (2.804m) áður en við skíðum niður með vesturhlíð Lac des Dix lónsins. Við enda þess tekur við löng hækkun í gegnum Pas du Chat (2.372m) sem leiðir okkur að Cabane des Dix (2.928m) þar sem við gistum.

Hækkun um 900m, lækkun um 600m (5-7 klst.).

Dagur 5

Við byrjum þennan frábæra dag með því að hækka okkur hraustlega, eða frá Cabane des Dix að toppi Pigne d‘Arolla (3.790) sem er hæsti punktur allrar leiðarinnar. Frá toppnum fæst stórkostlegt útsýni í allar áttir og þaðan má meðal annars sjá Mont Blanc og hið sérstæða Matterhorn. Þaðan skíðum við bratt niður að hinu ótrúlega staðsetta Cabane des Vignettes (3.160m) þar sem nóttinni verður varið.

Hækkun um 950m, lækkun um 700m (5-6 klst.).

Dagur 6

Fáir dagar í alpaskíðafjallamennsku geta talist jafnast á við þennan. Á leið sem nær 30km munum við ferðast yfir Col de L'Eveque (3.386m), Col du Mont Brule (3.218m) og Col Valpelline (3.562m) auk 7 jökla. Dagurinn er sannarlega við hæfi sem síðasti dagur Haute leiðarinnar en honum lýkur með komu í Zermatt. Við komuna fáum við okkur drykk til að fagna lokum leiðarinnar áður en við látum fara vel um okkur á hóteli í miðbænum.

Hækkun um 1.100m, lækkun um 2.400m (8-10 klst.).

 

Til þess að bóka eða fá frekari upplýsingar skal hafa samband á: info@tindartravel.is

Staðfestingargjald: 55.000 kr.

Ferðin skal vera að fullu greidd 30 dögum fyrir brottför.

Möguleiki að skipta greiðslum á kreditkort.

INNIFALIÐ

 • Fageg fjallaleiðsögn um svæðið.
 • IFMGA leiðsögumaður 1:6.
 • Gisting á hóteli í upphafi og lok ferðar.
 • Gisting í fjallaskálum.
 • Málsverðir í skálum.
 • Þjálfunarprógram í samvinnu við Uphill Athlete.

EKKI INNIFALIÐ

 • Flug til og frá áfangastaðar.
 • Ferðatryggingar.
 • Aukanætur á hóteli ef ferð er lengd.
 • Uppihald utan skálagistingar
 • Drykkir í göngunni.
 • Auka snarl í göngunni.

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search