Á fjallaskíðum í Dólómítunum

Dólómítarnir eru einn þekktasti fjallgarður heims og frábær áfangastaður fyrir fjallaskíðaunnendur. Fjallstoppar og spennandi skíðabrekkur gera þetta að fríinu sem þú mátt ekki missa af!

Sérferðir fyrir hópa

Á fjallaskíðum í Dólómítunum

 Dagsetning: Sérferð fyrir hópa

Tímasetningar eru seinni partinn í febrúar og mars. 

Við bjóðum upp á ógleymanlegt skíðafrí í Dólómítunum þar sem útivistarmenn og konur fá tækifæri til þess að njóta alls hins besta sem fjallaskíðamennskan bíður uppá. Tignarlegir tindar þar sem uppgangan er verðlaunuð með dásamlegu útsýni og skemmtilegum skíðabrekkum.

Þetta er ferð sem hentar öllum þeim sem hafa góðan grunn í fjallaskíðamennsku. 

Fyrirkomulag

Dagur 1

Við verðum sótt á flugvöllinn í Munchen og ferðumst saman til ítalska smábæjarins Cortina d’Ampezzo. Ferðin þangað tekur um 5 klukkustundir og eftir komuna munum við funda saman um komandi daga og fara yfir búnaðinn okkar ásamt leiðsögumönnum. Við eyðum svo nóttinni á hóteli í bænum.

Dagur 2

Tökum þægilegan dag og hitum okkur upp fyrir ævintýrin. Við eyðum tíma í að skíða utan brauta og notum til þess lyfturnar í kringum Cortina. Einnig munum við fara yfir grunnatriði öryggis á snjóflóðasvæðum. Síðar um daginn ferðumst við til Rifugio Lagazuoi (2752m) fjallaskálans með kláfi. Á Lagazuoi-fjalli er ein af lengstu klifurleiðum í Dolomita-fjallgarðinum. Fjallið lék stórt hlutverk í fyrri heimsstyrjöldinni og þar má víða sjá göng og skurði frá stríðsárunum. Við endum daginn á því að njóta stórbrotins útsýnis allt um kring frá svölunum á skálanum okkar.

Dagur 3

Frá Rifugio Lagazuoi skíðum við niður að Capanna de Alpina skálanum (1720m) en þar setjum við á okkur skinnin og hækkum okkur að Col de Locia (2069m). Þar sléttir dalurinn úr sér og gefur okkur frábært útsýni yfir Monte Ciaval (2912m). Við fylgjum dalnum eftir þægilegri leið niður að Rifugio Fanes (2060m) fjallaskálanum þar sem við eyðum næstu tveimur nóttum. Hækkun 500m, lækkun 1.000m. Vegalengd 13km. 

Dagur 4

Þennan dag munum við njóta einnar stórfenglegustu fjallaskíðaleiðar á svæðinu. Við ferðumst upp að Monte Ciastel (2810m) og Bivoac della Pace. Þetta er einn af undirtindunum sem saman mynda Tofana di Rozes fjallgarðinn sem inniheldur eina vinsælustu klifurleið Dolomitanna. Við njótum svo skemmtilegrar leiðar niður sömu leið og við hækkuðum okkur áður en við setjum á okkur skinnin og hækkum okkur lítillega að Rifugio Fanes þar sem við eyðum annarri nótt. Hækkun 700m, lækkun 700m. Vegalengd 6km. 

Dagur 5

Eftir morgunverð skinnum við upp að Forca Ciamin (2395m). Við skíðum svo niður í norð-vestur framhjá Rifugio Pederù (1584m). Þaðan er nokkurra klukkustinda ganga á skinnum á náttstað okkar, Rifugio Sennes. Skálinn er staðsettur á afskekktum stað en er sérstaklega þægilegur og býður upp á bragðgóðan mat. Hækkun 600m, lækkun 500m. Vegalengd 10km. Hluta af hækkun er hægt að taka á snjótroðara - ekki innifalið í verði. 

Dagur 6

Í dag byrjum við á að hækka okkur upp að Col Porta Sora al Forn (2388m) en þaðan skíðum við í rólegheitum niður að Ponticello, 900m neðar. Frá Ponticello tökum við áætlunarbíl til næsta næturstaðar, fjallaskálans Rifugio Pratopiazza. Hækkun 300m, lækkun 900m. Vegalengd 12km. 

Dagur 7

Hækkun dagsins hefst rétt við dyrnar á Rifugio Pratopiazza og tekur okkur á topp Grande Piramide (2711m). Þaðan njótum við þess að skíða alla leið aftur í skálann og í hádegismat. Eftir mat skinnum við á topp Monte Specie (2307m) sem gerir okkur kleift að skíða niður að Carbonin (1444m). Þaðan tökum við strætó til baka á hótelið okkar í Cortina d' Ampezzo. Hækkun 720m, lækkun 1.270m. Vegalengd 11km. 

Dagur 8

Brottför á flugvöllinn í Munchen.

Til þess að bóka eða fá frekari upplýsingar skal hafa samband á: info@tindartravel.is

Staðfestingargjald: 55.000 kr.

Ferðin skal vera að fullu greidd 30 dögum fyrir brottför.

Möguleiki að skipta greiðslum á kreditkort.

INNIFALIÐ

 • Fagleg fjallaleiðsögn um svæðið.
 • IFMGA leiðsögumaður 1:6.
 • Gisting á hóteli í upphafi og lok ferðar.
 • Gisting í fjallaskálum.
 • Málsverðir í skálum.
 • Þjálfunarprógram í samvinnu við Uphill Athlete.

INNIFALIÐ

 • Fagleg fjallaleiðsögn um svæðið.
 • IFMGA leiðsögumaður 1:6.
 • Gisting á hóteli í upphafi og lok ferðar.
 • Gisting í fjallaskálum.
 • Málsverðir í skálum.
 • Þjálfunarprógram í samvinnu við Uphill Athlete.

EKKI INNIFALIÐ

 • Flug til og frá áfangastaðar.
 • Ferðatryggingar.
 • Aukanætur á hóteli ef ferð er lengd.
 • Uppihald utan skálagistingar
 • Drykkir í göngunni.
 • Auka snarl í göngunni.

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search

X