TINDAR TRAVEL

Tindar Travel er ferðaskrifstof fyrir útivistarfólk sem á það sameiginlegt að elska útiveru, ferðalög og heilbrigðan lífsstíl. Við leggjum áherslu á sterka náttúruupplifun, hágæða þjónustu, metnað og fagmennsku. Við bjóðum upp á göngu-, fjalla- og ævintýraferðir innanlands sem utan, ásamt fjölda útivistarnámskeiða fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Skrifstofa Tinda Travel er í Skútuvogi 2 og er opin frá 9-17 alla virka daga. Þar taka þau Vilborg, Tomasz og Arnar á móti öllum og aðstoða eftir fremsta megni. Sér til halds og trausts eru þau með marga reynda leiðsögumenn á sínum snærum.

ÚTIVIST - ÆVINTÝRI - GÖNGUFERÐIR - FJALLGÖNGUR

Við elskum að stunda útivist, holla hreyfingu og að ferðast bæði um landið okkar og framandi slóðir. Við sameinum krafta okkar úti undir beru lofti og bjóðum upp á vandaðar ferðir og gott utanumhald. Draumurinn okkar er að deila reynslunni og frábærri upplifun með þér.

SKRIFSTOFA TINDA TRAVEL

VILBORG ARNA

Vilborg hefur stundað fjalla- og leiðangursmennsku um árabil. Hún hefur m.a. gengið á Suðurpólinn og klifið hæsta tind í hverri heimsálfu.

TOMASZ ÞÓR

Tommi hefur stundað útivist um árabil. Hann hefur verið leiðbeinandi á námskeiðum Tinda sem og fararstjóri í ferðum bæði í Nepal og á Grænlandi.

Start typing and press Enter to search

X