Námskeið í vetrarferðamennsku

Skemmtilegt námskeið þar sem farið verður yfir grunnatriði í  vetrarferðamennsku. Námskeiðið er í samstarfi við Óbyggðasetur Íslands. 

Leiðbeinandi: Vilborg Arna

12.-15. febrúar 2021

 

Námskeið í Vetrarferðamennsku

12.-15. febrúar 2021

Við bjóðum uppá skemmtilegt námskeið þar sem farið verður yfir grunnatriði í vetrarferðamennsku. Námskeiðið er í samstarfi við Óbyggðasetur Íslands.

Námskeiðið er blanda af verklegri kennslu úti í náttúrunni, vinnustofum, fyrirlestrum og rúsínan í pylsuendanum er tveggja daga (ein nótt) skíðaferð með púlku þar sem gist er í tjöldum. 

Umhverfið og andrúmsloftið á Óbyggðasetrinu er dásamlegt þar sem við njótum góðra veitinga og skellum okkur í pott og gufu eftir góða daga. 

FYRIRKOMULAG

Hópurinn hittist í Óbyggðasetrinu seinni part á fimmtudegi og dagskrá hefst með kvöldmat en henni líkur formlega seinni part á sunnudegi þegar hópurinn kemur í hús eftir skíðaferðina.  Möguleiki er að bæta við nótt á Óbyggðasetrinu fyrir þá sem koma langt að. 

 

DAGSKRÁ

Dagur 1/ Fimmtudagskvöld: Óbyggðasetrið

Kvöldmatur og samhristingur

Kynning og inngangur að vetrarferðamennsku. 

Dagur 2/ Föstudagur: Óbyggðasetrið 

8.00: Morgunmatur

9.00 - 12:  Fyrirlestur

 • Að lesa umhverfið.
  • Leiðarval
  • Val á camp 
 • Kynning á rötun.
 • Að ferðast að vetri til
  • Rútína  
  • Næring
  • Halda á sér hita
  • Veður og vindar
  • Lausnarmiðað hugarfar
 • Að velja viðeigandi búnað

Hádegismatur

13:00 – Verkleg vinnustofa

 • Prímusar og pottréttir
 • Að setja upp camp
 • Gönguskíði og púlka
 • Viðgerðir á búnaði

Búnaðarpökkun & Prepp

Dagur 3 / Laugardagur: Skíðadagur #1

Eftir staðgóðan morgunverð höldum við af stað út í buskann. Áfangastaður verður valinn eftir veðri og vindum en markmið ferðarinnar er að fara verklega í gegnum alla þá þætti sem kynntir voru deginum áður. 

Þegar áfangastað er náð setjum við upp tjaldbúðir og æfum kvöldverkin og njótum svo lífsins.

Dagur 4/ sunnudagur: Skíðadagur #2

Eftir að við skríðum úr poka, hitum kaffisopann og fáum okkur morgunmatinn hefjumst við handa við að taka upp tjaldbúðirnar.  Að því verki loknu skíðum við til byggða og ljúkum námskeiðinu á Óbyggðasetrinu. 

 

Innheimt er 20.000 ISK staðfestingargjald og námskeið skal að fullu greitt 2 vikum fyrir brottför. Sé ekki unnt að halda námskeiðið vegna utanaðkomandi aðstæðna og það fellt niður er gjaldið endurgreitt að fullu. 

SKRÁNING: vilborg@tindartravel.is

ATH: reynist ekki unnt að halda námskeiðið vegna Covid - 19 verður gjaldið endurgreitt að fullu. 

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Útbúnaðarlisti 

Í næsta glugga er að finna útbúnaðarlista fyrir námskeiðið. Bent er á að möguleiki er að leigja búnað eins og ferðaskíði, tjöld, eldunarbúnað og púlkur. 

Vetrarferðamennska námskeið.

Sameiginlegt per tjald team

Persónulegur búnaður

Skíða og jöklabúnaður

 • Utanbrautarskíði (mælt með Fischer E99)
 • Stafir með snjókringlu (ekki koma með göngustafi)
 • Skíðaskór
 • Góður bakpoki sem hægt er að festa púlkuböndin við.
 • Jöklabelti (má vera léttbelti)
 • 2 ólæstar karabínur
 • 2 læstar karabínur
 • Broddar
 • Ísexi
 • Prússik
 • Púlka með riggi (má nota bensínstöðvarkönguló)

Tjaldbúnaður

 • Frauðdýna
 • Loftdýna
 • Svefnpoki -30 (eða combo sem eru 2x venjulegir pokar)
 • Vatnsheldur Duffelbag fyrir dótið
 • Vatnsheldir pokar til að pakka í
 • Lokað kaffimál
 • Matardallur
 • Nalgene vatnsflaska x 2 (eða 2x litlar og 1 stór)
 • Vasahnífur
 • Gaffall og skeið (ekki plast spork)
 • (Pissuflaska og Frussa (þið viljið ekki út í vondu veðri um nótt))
 • Dúnsokkar/Þykkir ullarsokkar
 • Höfuðljós + rafhlöður

Annað persónulegt

 • Blautþurrkur
 • Tissjú c.a. 1 pk per dag.
 • Pokar fyrir klósettpappír
 • Basic sjúkrabúnaður
  • Hælsærisplástrar
  • Íþróttateip
  • Teygjubindi
  • Verkjalyf (voltaren krem fyrir þá sem hafa kvilla í fótum)
  • Ef þið þurfið sértæk lyf við kvillum
 • Tannbursti og tannkrem
 • Svitalyktareyðir
 • Lítið ferðahandklæði (A4 stærð)
 • Innlegg til að spara naríurnar
 • Sólarvörn
 • Elisabeth Arden Eight Hour cream eða Vaselín /kuldakrem
 • Eyrnatappar
 • Höfuðljós + Rafhlöður

Fatnaður

 • 3ja laga skel
 • Ullarnærföt x 2
 • Ullarnærbuxur (er þá að meina naríur)
 • Toppur úr ull (eða ekki úr Coolmax efni)
 • Sokkar
 • Góðar flísbuxur sem taka í sig loft
 • Soft shell buxur sem passa utan yfir skíðaskóna
 • Flíspeysa sem tekur vel loft
 • Primaloft/ létt dún úlpa
 • Stór dúnúlpa
 • (Primaloftbuxur)
 • Góðar lúffur (vatnsheldar) - setja band í sem nær yfir hálsinn.
 • Ullar vettlingar
 • Fingravettlingar (notum þetta mikið við vatnsbræðslu svo gott að eiga skel yfir)
 • Lambúshetta
 • Hálsaskjól (t.d. flís eða ullarbuff)
 • (Neophrene skíðagríma) eða sambærileg lausn t.d. flísbuff fyrir andlit
 • Þykk húfa
 • Jöklagleraugu
 • Skíðagleraugu (MUST)

Start typing and press Enter to search