TINDAR I

Ertu alltaf á leiðinni að prófa fjallgöngur en veist ekki alveg hvert þú átt að fara eða hvernig? Þá er þetta námskeið sniðið að þér.

 

18. maí - 14. júní 2020  - UPPSELT

17. ágúst - 12. september 2020 - UPPSELT

 

TINDAR I

 20. maí - 14. júní / UPPSELT

eða 17. ágúst - 12. september 20120

Ef þig langar til þess að stunda fjallgöngur en veist ekki alveg hvar á að byrja, þá er þetta námskeið fyrir þig. Göngurnar eru í nágrenni Reykjavíkur og í hverri göngu vinnum við með ákveðin þemu sem munu auka ánægju af útivist og auðvelda áframhaldið yfir í lengri ferðir. Námskeiðið er einnig mjög heppilegt fyrir þá sem vilja stunda fjallgöngur með hópum.

FYRIRKOMULAG

Boðið er uppá sérstakt fræðslukvöld þar sem farið er yfir helstu þætti sem gott er að kunna skil á í fjallgöngum s.s. val á búnaði, næringu, hvar við finnum upplýsingar um leiðir, þjálfun, úthald og fleira. Eftir fyrirlesturinn býðst þátttakendum að kaupa útivistarfatnað á sérstökum kjörum ásamt því að boðið er uppá skó á góðu verði.

Saman munum við byrja rólega og smám saman færa okkur yfir á hærri fjöll. Við byrjum á Mosfelli sem er ákaflega góður upphafspunktur. Við fjöllum um hvernig nýta má útivist sem líkamsrækt ásamt því að skoða saman hvernig maður byggir sig upp í fjallgöngum.Við æfum tæknileg atriði s.s. að ganga við mismunandi aðstæður, hvernig notaá göngustafi, stilla bakpokana og hvernig við stjórnum öndun og púls. Við skoðum líka sniðug snjallforrit og hvernig á að lesa úr tölfræði. Sérstaklega er svo fjallað um næringu og hvernig maður nær sem bestri endurheimt (recovery) eftir göngur.

Göngurnar hefjast að óbreyttu kl. 18:00 nema Vörðuskeggi sem verður farinn á laugardags/sunnudagsmorgni. 

Verð: 26.900 kr.

20% afsláttur er af seinna gjaldi ef hjón/pör koma saman. Sendið póst á info@tindartravel.is.

Loading...

DAGSKRÁ

  • 17. ágúst – Mosfell
  • 20. ágúst – Fræðslukvöld
  • 24. ágúst – Tækniæfing á Helgafelli
  • 27. ágúst – Vífilsfell
  • 31. ágúst – Móskarðshnúkar
  • 3. sept – Úlfarsfell
  • 7. sept – Glymshringur
  • 12. sept – Vörðuskeggi

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search