Kraftkúlur

Það krefst orku að fara út að leika sér, hvort sem við erum fullorðin eða börn. Þótt súkkulaðistykki geti oft bjargað manni þá eru til hollari valkostir til að setja í bakpokann. Meira að segja fullt af þeim. Hér er dæmi um einn sem við köllum kraftkúlur. Það er mögulega óþarfi að setja þær á pinna, sérstaklega ef börn eru ekki með í för. Sumir fullorðnum líður þó eins og þeir verði fimm ára aftur þegar þeir komast út í náttúruna þannig að kannski má smella rörum á nokkrar þeirra...

Innihald:

250 gr. döðlur
50 gr. goji ber
200 gr. kasjú hnetur
100 gr. tröllahafrar
60 gr. kókosflögur
50 gr. chia fræ

1 plata appelsínu suðusúkkulaði
1 plata suðusúkkulaði

Best er að byrja á að setja döðlurnar og goji berin í bleyti í sjóðandi heitt vatn.
Setjið öll þurrefnin í mixara og saxið vel og vandlega.
Sigtið döðlurnar og berin frá vatninu og maukið.
Blandið öllu nema súkkulaðinu í skál og hnoðið saman.

Setjið bökunarpappír í mót og formið kúlur úr mixinu. Ef börn eða fullorðin börn eru í hópnum má klippa niður papparör og stinga í nokkrar kúlur og kreista lauslega saman.
Setjið inn í frysti í 30 mín.

Gott er að byrja að bræða súkkulaðið í vatnsbaði og leyfa því svo að standa í smá stund.

Takið kúlurnar út og baðið þær upp úr súkkulaðinu og látið kólna í ísskáp.
Sniðugt er að stinga sleikjóunum í álform eða frauðplast þannig að þeir nái að standa á meðan súkkulaðið harðnar.

Næsta á dagskrá er að skella okkur út og njóta afrakstursins!

Recent Posts

Start typing and press Enter to search

Af fjalllendi á fjöllBómull Drepur
X