Víknaslóðir

Við ætlum að ganga þessa fögru leið í sumar, þegar sólin er hátt á lofti og dagarnir langir. Fegurðin á austurlandi svíkur engan.

2. - 5. JÚLÍ 2020

VÍKNASLÓÐIR

2. - 5. júlí 2020

Víknaslóðir er algjör perla sem göngufólk þarf að heimsækja allavega einu sinni. Fjöllin eru há, firðirnir langir og landslagið fjölbreytt. Við munum því upplifa allt það besta sem austurland hefur upp á að bjóða. 

Þetta er ekki tæknilega erfið ganga en æskilegt er að þátttakendur séu í góðu formi. Við berum allt á bakinu og því geta dagarnir verið langir. Landslagið er þægilegt yfirferðar og býður upp á mörg myndastopp.

Gangan hefst og endar á Borgarfirði Eystri, genginn er hringur.

Vegalengd: 65 km.

FYRIRKOMULAG

Þetta er svokölluð "allt á bakinu" ferð, þ.e.a.s við göngum með allt það sem við þurfum á að halda s.s. mat, fatnað og svefnpoka í bakpokanum okkar. Gist er í fullbúnum skálum á leiðinni.

DAGSKRÁ

Dagur 1: Borgarfjörður Eystri - Breiðuvík

Við hefjum gönguna á Borgarfirði Eystri, við Lagsá og göngum upp yfir í Brúnavík, í gegnum Brúnavíkurskarð. Þar skoðum við neyðarskýli og tökum nesti. Brúnavík er mjög falleg með glæsilegu útsýni út á haf. Við höldum svo áfram, um Súludal og í gegnum Súluskarð, fram hjá Súlutindum og niður Kjólsvíkurhrygg, í átt að næturstoppi okkar í Breiðuvík.
Lengd : 13km. / 6-7 klst.

Dagur 2: Breiðuvík - Húsavík 

Eftir góðan morgunmat hefjum við gönguna og göngum meðfram Stóruá til að byrja með. Við göngum innst inn í dalinn þar sem fjöllinn munu allt í einu blasa við okkur. Hvítafjall, Hvítuhnúkar og loks Hvítserkur í allri sinni fegurð. Hér verður sko stoppað og myndað! Þegar komið er fram hjá Innra Gæsavatni og Hvítserk komum við inn á malarveg og göngum hann niður í næsta skála okkar, í Húsavík.
Lengd : 14km. / 5-6 klst.

Dagur 3: Húsavík - Loðmundarfjörður 

Morgunmatur, kaffi og smyrja nesti fyrir daginn, þetta er rútína sem við ættum að vera farin að þekkja. Dagurinn í dag verður mjög þægilegur, eftir að við hækkum okkur upp Nesháls fram hjá Skæling fer leiðin niður á við og við göngum inn Loðmundarfjörð meðfram sjónum og ströndinni. Fjörðurinn er langur og býður upp á fallegt útsýni yfir Austfirsku fjöllin. Skálinn okkar er innst inn í firði, vel útbúinn og flottur.
Lengd : 14km. / 4-5klst.

Dagur 4: Loðmundarfjörður - Borgarfjörður Eystri 

Í dag eigum við langan dag fyrir höndum og því gott að borða vel. Við pökkum og smyrjum síðasta nestið okkar og hefjum gönguna. Göngum að gamla bænum við Stakkahlíð og þar inn í átt að Kerlingardal. Í fjarska sjáum við Kækjuskörðin sem við ætlum að fara yfir. Þegar þangað upp er komið sjáum við niður í Borgarfjörð Eystri og út á haf. Þó skal hafa í huga að framundan eru ennþá þó nokkrir kílómetrar í mark. Við göngum niður Kækjudal og þaðan setjum við stefnuna á Borgarfjörð Eystri, göngum á vegi síðasta spölinn okkar.
Lengd : 23km. / 8-9klst.

Hámarksfjöldi: 8

Staðfestingargjald: 20.000 kr.

Möguleiki að skipta greiðslum á kreditkort. 

Loading...

Staðfestingargjald er 20.000kr og þarf ferðin að vera greidd að fullu eigi síðar en 30 dögum fyrir brottför.

Sé óskað eftir léttgreiðslu þarf að hafa samband á info@tindartravel.is

INNIFALIÐ

  • Leiðsögn.
  • Gisting í skálum. 
  • Undirbúningsfundur.
  • Sérkjör á útivistarfatnaði/-búnaði. 

EKKI INNIFALIÐ

  • Almennur útbúnaður til ferðarinnar (hægt er að leigja útbúnað).
  • Matur og snarl á göngu.
  • Kvölddrykkir. 

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search