ævintýralegur vatnajökull

Veröld Vatnajökuls er eitthvað sem engan svíkur. Í þessari ferð fáum við að kynnast öllu, jöklum, jökulám, hrauni, fossum og heitum laugum. Þetta er alvöru ævintýraferð með allt á bakinu.

11. – 16. JÚLÍ 2019

 

Ævintýralegur Vatnajökull

11. – 16. júlí 2019

Í fyrsta sinn munu Tindar Travel bjóða upp á ævintýraferð um Vatnajökul. Þetta er bakpokaferð þar sem gengið er með allt á bakinu.

Við munum kynnast öllu því besta sem Vatnajökull býður upp á, förum yfir jökulrendur og jökulá, göngum í gegnum hraun og mosa og gistum á fallegum stöðum í tjöldum.

Ferðin hentar aðeins þeim sem eru vanir göngumenn og geta gengið langar vegalengdir með allt á bakinu. Aldurstakmark er 18 ár.

FYRIRKOMULAG

Þetta er svokölluð “allt á bakinu” ferð, þ.e.a.s við göngum með allt það sem við þurfum á að halda s.s. mat, fatnað og svefnpoka í bakpokanum okkar. Gist er í tjöldum og kvöldverðir eru innifaldir í verði.

DAGSKRÁ

Dagur 1: Djúpá

Ferðin hefst við Djúpá þar sem við förum yfir búnaðinn okkar og leggjum af stað í gönguna. Við göngum meðfram bökkum ánnar, förum yfir hana á nokkrum stöðum og setjum upp tjaldbúðir í lok dags.
Lengd : 11 – 14km. / 4-6 klst.

Dagur 2: Djúpá – Vatnajökull – Gæsabrekkur – Langagil 

Eftir góðan morgunmat hefjum við gönguna og göngum meðfram Djúpá. Við munum sjá fossa, stóra sem smáa, rennandi undan Síðujökli. Við förum upp Gæsabrekkur og inn í Langagil þar sem við tjöldum og fáum okkur kvöldmat.
Lengd : 11 – 14km. / 4-5 klst.

Dagur 3: Langagil – Beinadalur 

Enn hefjum við daginn á morgunmat og söfnum orku fyrir daginn. Í dag göngum við í átt að Beinadal, í gegnum fjölbreytt landslag af hrauni. Við tjöldum inn í Beinadal þar sem hægt verður að fara í bað af gömlum sið, í heitum hver. Hér verður slakað á fram á morgundag.
Lengd : 10 – 12km. / 4-5klst.

Dagur 4: Beinadalur – Sléttur

Við höldum áfram ferð okkar um Beinadal í átt að Sléttum og svo Nautastaðaskóg. Á leiðinni förum við yfir Núpsá og eltum svo hana upp á Sléttur þar sem við tjöldum. Hér fáum við fallegt útsýni af fjöllum og jöklum.
Lengd : 12 – 13km. / 4-5klst.

Dagur 5: Sléttur – Skeiðarárjökull – Norðurdalur

Í dag höfum við langan dag fyrir höndum. Við förum inn á Skeiðarárjökul og göngum að mestu leiti á honum, Verðlaunin fyrir að fara yfir jökulinn verða eitt fallegasta tjaldsvæði landsins, inn í Norðurdal. Útsýninu er erfitt að lýsa með orðum en við munum horfa á jökla, fjöll, vötn o.fl. á þessum fallega sumardegi. Erfitt er að segja hversu langur dagurinn verður því við þurfum að finna bestu leið yfir jökulinn.
Lengd : 14 – 16km. / 8+ klst.

Dagur 6: Norðurdalur – Skaftafellsfjöll – Blátindur – Skaftafell

Þá er komið að siðasta degi okkar. Við tökum saman og hefjum gönguna yfir Skaftafellsfjöllin í átt að mannabyggðum. Við göngum fram hjá Blátind og njótum alls útsýnis á leiðinni, í átt að Skaftafelli þar sem við loks sjáum mannaferðir. Hér lýkur ferð okkar.
Lengd : 18 – 19km. / 6-7klst.

Staðfestingargjald: 25.000 kr.

Möguleiki að skipta greiðslum á kreditkort.

Loading…

Staðfestingargjald er 25.000kr og þarf ferðin að vera greidd að fullu eigi síðar en 30 dögum fyrir brottför.

Sé óskað eftir léttgreiðslu þarf að hafa samband á info@tindartravel.is

INNIFALIÐ

  • Leiðsögn.
  • Rúta milli Skaftafells og Djúpá í lok göngu.
  • Kvöldverðir
  • Undirbúningsfundur.
  • Sérkjör á útivistarfatnaði/-búnaði.

EKKI INNIFALIÐ

  • Almennur útbúnaður til ferðarinnar.
  • Snarl á göngu.
  • Ath. að hægt er að leigja sérhæfðan útbúnað skv. útbúnaðarlista.

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search

X