TRÖLLADYNGJA - GRÆNADYNGJA - FÍFLAVALLAFJALL

Sjáðu litadýrðina í alls kyns landslagi rétt utan við borgina.

 

2020

TRÖLLADYNGJA - GRÆNADYNGJA - FÍFLAVALLAFJALL

Reykjanesið er mögnuð perla enda er landið mjög lifandi á þessu svæði, liggjandi á öðru gosbeltanna. Þarna er hiti í jörðu sem setur mikinn svip á svæðið í formi mikillar litadýrðar, ekki síst í hlíðum Dyngnanna. 

Gangan er ekki erfið þótt hún sé aðeins brött á fótinn. Hún hentar öllum göngugörpum sem hafa gaman af útivist og treysta sér í að ganga í nokkrar klukkustundir.

Vegalengd: 10 km. 

Hækkun: 700 m.

Lengd: 3-4 klst. 

Verð: 5.900 kr.

Innifalið: Leiðsögn.

DAGSKRÁ

Við hittumst kl. 17 í Hafnarfirði á leiðinni úr bænum og sameinumst í bíla. Þið munið, það er umhverfisvænna. Við hefjum svo gönguna á bílastæðinu við Eldborg og göngum þaðan vegslóða í átt að Trölladyngju (379m), tökum krappa hægri beygju og toppum fjallið. Eftir myndapásu höldum við áfram, niður af Trölladyngju og höldum á leið, upp á Grænadyngju (402m). Hér verður næsta myndastopp, með geggjuðu útsýni yfir Hörðuvelli. Þaðan göngum við niður og höldum upp á þriðja og síðasta tindinn, Fíflavallafjall (359m). Hér sjáum við í Djúpavatn, Vigdísarvelli o.fl. Eftir þetta röltum við til baka, meðfram Grænudyngju núna til að ná enn einu myndastoppinu. Hljómar vel, ekki satt?  

Sumir segja að það þurfi mynd til að sanna það... 

Loading...

INNIFALIÐ

  • Leiðsögn.

EKKI INNIFALIÐ

  • Almennur útbúnaður til ferðarinnar
  • Nesti 

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search