HAUSTFERÐ Í ÞÓRSMÖRK

Það jafnast fátt á við haustferð í mörkina. Þetta svæði og leiðirnar sem við ætlum eru ofarlega á lista yfir uppáhaldsgöngurnar okkar.  

 


TINDFJALLAHRINGUR - RJÚPNAFELL - ÚTIGÖNGUHÖFÐI

Það þarf vart að kynna Þórsmörk. Svæðið er rómað fyrir milt veður, mikla gróðursæld og alls kyns skemmtilegar gönguleiðir. Við ætlum að fara Tindfjallahringinn sem er afar falleg gönguleið með ótrúlega fallegu útsýni, ekki síst þegar komið er upp á topp Rjúpnafells, sem er mjög svipmikið fjall og skemmtilegt að klífa. Það er líka gaman að klífa Útigönguhöfða en hann er hæsta fjallið í Goðalandi.

Tindfjallahringur og Rjúpnafell
Vegalengd: 15 km.
Hækkun: 800 m.
Lengd: 7 klst.

Útigönguhöfði
Vegalend: 5 km.
Hækkun: 580 m.
Lengd: 3 klst.

Verð: 24.900

Innifalið
Leiðsögn, gisting í skála og grillveisla. 

DAGSKRÁ

Við leggjum í hann eftir vinnu á föstudegi og reynum að samnýta bíla á leið okkar inn í Bása. Eftir góðan svefn leggjum við í göngu dagsins yfir göngubrúna yfir Krossá, í gegnum Slyppugil og áleiðis að Rjúpnafelli. Eftir að hafa toppað það fjall og komið okkur niður aftur röltum við áfram og endum gönguna inni í Básum. Þar gerum við okkur glatt kvöld með grillveislu (sem er innifalin í verðinu eins og gistingin í skálanum) og þau sem eru í stuði syngja kannski lag eða tvö. Morguninn eftir liðkum við aðeins kroppinn með göngu á Útigönguhöfða en leiðin á hann hefst einmitt nokkra metra frá náttstað. Við heppin. Eftir gönguna göngum við frá dótinu okkar og förum aftur í bæinn. Við erum á því að svona helgi geti varla klikkað! 

Loading...

INNIFALIÐ

  • Leiðsögn
  • Gisting í skála
  • Grillveisla

EKKI INNIFALIÐ

  • Almennur útbúnaður til ferðarinnar
  • Nesti 

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search