ævintýraperlan þakgil
29. - 30. ÁGÚST 2020

 

Upplifðu eitt best geymda leyndarmál Suðurlands með okkur í ágúst! 

Þakgil

 

Helgina 29. - 30. ÁGÚST ætlum við að heimsækja eitt best geymda leyndarmál suðurlands, Þakgil!

Þakgil liggur falið skammt frá rótum Mýrdalsjökuls. Inn í gilinu er að finna glæsilegt og notalegt tjaldsvæði með allri nútíma aðstöðu þar sem við ætlum að slá upp búðum til einnar nætur. Að sjálfsögðu er velkomið að mæta á föstudagskvöldinu og gista þá tvær nætur á þessum fallega stað.

Á laugardeginum, eftir að komið er akandi á einkabílum, munum við fara í göngu um svæðið, fyrst upp á Mælifell (642m) að njóta útsýnis yfir fjöllin og gilin og síðan út á Sker, að rótum Mýrdalsjökuls. Þar fáum við útsýni yfir Huldujökul og sjáum hvernig hann skríður fram, brotnar og myndar hin ýmsu form. Genginn verður hringur og því fáum við annað og ekki síðra útsýni á leiðinni aftur í "grunnbúðir" okkar.

Þetta er ekki tæknilega erfið ganga en æskilegt er að þátttakendur séu í góðu formi. Við förum okkur engu óðslega og njótum ferðarinnar alla leið.

Vegalengdin er um 18km með um 800m hækkun.
Gangan tekur um 6 klst.

 

Verðið er 19.900kr.

 
Þar sem gangan á laugardeginum hefst kl. 11 er mælt með því að leggja af stað úr bænum ekki síðar en kl. 7:30.  
Lágmarksþátttaka er 10 manns og er ferðin opin öllum.
Börn á aldrinum 7-16 ára fá 50% afslátt og kemur hann sjálfkrafa inn við bókun.
 
Loading...

INNIFALIÐ

  • Tjaldsvæði í 1x nótt
  • Leiðsögn
  • Grill á laugardagskvöldinu

EKKI INNIFALIÐ

  • Almennur útbúnaður til ferðarinnar (hægt er að leigja útbúnað)
  • Ferðir til og frá Þakgili
  • Nesti á leiðinni
  • Annar matur s.s. morgunmatur og kvöld drykkir

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search