Skarðsheiði - heiðarhorn (1.063m)
Komdu með okkur í skemmtilega kvöldgöngu á þetta fallega útsýnisfjall sem blasir við manni á ferðum um Borgarfjörðinn.
1. JÚLÍ 2020
SKARÐSHEIÐI - HEIÐARHORN (1.063M)
1. júlí 2020
Komdu með okkur í þessa frábæru kvöldgöngu!
Skarðsheiðin er fjallgarðurinn sem blasir við okkur á ferðum um Borgarfjörðinn, Hvalfjörðinn og fleiri nálæga staði. Tignarlegir tindar, langir dalir og fallegir hryggir, heiðin býður upp á mikinn fjölbreytileika. Í þessari göngu ætlum við að ganga upp á hæsta tind svæðisins, Heiðarhorn. Þaðan er gríðarlega mikið og fallegt útsýni til allra átta og á fallegum sumardegi eru fáir staðir sem betra er að vera á.
Gangan er töluvert brött á fótinn en farið er hægt yfir. Hún hentar öllum þeim sem treysta sér í langt kvöldverkefni með um 1.000m hækkun.
Vegalengd: 14 km.
Hækkun: 1000 m.
Lengd: 6 klst.
Verð: 6.900 kr.
Innifalið: Leiðsögn.
DAGSKRÁ
Við hittumst kl. 16:30 á upphafsstað göngu, við bæinn Efra-Skarð inn í Svínadal. Þar hefst gangan og gerum við ráð fyrir því að koma aftur niður á bílastæði um kl. 23.
Gangan er ein löng brekka alla leið upp á topp og því göngum við á jöfnum hraða mest alla leiðina, förum okkur ekki um of þar sem um langan dag er að ræða. Við tökum nesti undir eða á toppnum sjálfum, fer eftir veðri og vindum og eftir að hafa myndað nærsveitirnar rækilega snúum við baki í toppinn og höldum niður á leið.
Framundan er skemmtilegt kvöld!
INNIFALIÐ
- Leiðsögn
EKKI INNIFALIÐ
- Almennur útbúnaður til ferðarinnar
- Nesti
- Ferðir til og frá upphafsstað göngu
Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.
