SÍLDARMANNAGÖTUR

Skemmtileg ganga um forna þjóðleið á milli Hvalfjarðar og Skorradals. Þú þarft ekki að keyra og færð að sofa í þínu rúmi fyrir og eftir göngu.

18. JÚNÍ 2019

SÍLDARMANNAGÖTUR

18. júní 2019

Komdu með í dagferð og njóttu útsýnisins.

Langar þig að feta í fótspor forfeðranna? Síldarmannagötur er forn þjóðleið milli Hvalfjarðar og Skorradals og býður upp á afar fallegt útsýni. Við endum ekki á sama stað og við byrjum sem þýðir bara eitt: Við förum í langferðabíl.

Gangan er ekki erfið þótt hún sé aðeins brött á fótinn. Hún hentar öllum göngugörpum sem hafa gaman af útivist og treysta sér í að ganga í nokkrar klukkustundir.

Vegalengd: 14 km. 

Hækkun: 460 m.

Lækkun: 440 m. 

Lengd: 5-6 klst. 

Verð: 9.900 kr.

Innifalið: Leiðsögn og rúta.

DAGSKRÁ

Við förum kl. 16:00 með rútu frá Reykjavík inn í Skorradal. Þaðan göngum við upp örlítinn bratta áður heiðarlandslagið tekur við. Eftir að hafa notið þess að borða nestið okkar og taka fullt af myndum röltum við niður í Botnsdal þar sem rútubílstjórinn bíður okkar kampakátur. Hann skutlar okkur svo aftur í bæinn eftir að við erum búin að teygja á nokkrum vöðvum eftir gönguna.

Loading...

INNIFALIÐ

  • Leiðsögn.
  • Rúta

EKKI INNIFALIÐ

  • Almennur útbúnaður til ferðarinnar
  • Nesti 

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search