Fjallaskíða- og splitboard draumur á seyðisfirði!

Há fjöll, langar brekkur, stórkostlegt útsýni, gómsætur matur og iðandi menningarlíf...er hægt að biðja um meira?!  

 

28. MAÍ - 1. JÚNÍ 2020

Fjallaskíða- og splitboard draumur á Seyðisfirði!

28. maí - 1. júní 2020

Austfirðir bjóða upp á ógrynni möguleika fyrir byrjendur sem lengra komna í fjallaskíðun. Fjöllin rísa allt að 1300metra upp úr sjó og eru miklar snjóakystur. Það er ekki hægt að ýminda sér betri stað til að gera út í svona leiðangur heldur en Seyðisfjörð. Eitt elsta bæjarstæði landsins, umkringt háum fjöllum, iðandi menningarlíf og landsþekktir veitingastaðir.
Þessi ferð er því upplifun fyrir öll skynfærin!

Við gistum í Lónsleiru, nýjum og glæsilegum íbúðum í miðjum bænum með útsýni yfir lónið og til fjalla. Íbúðirnar verða vel útbúnar til morgunmatagerðar. Skaftafell Bistró, í aðeins 200m fjarlægð frá íbúðunum, sér um nestispakka fyrir daginn og svo verður snæddur vel útilátinn kvöldverður eftir góðan dag á fjöllum.

Yfir leiðsögumaður er Ívar Pétur Kjartansson, margreyndur leiðsögumaður og uppalinn Seyðfirðingur sem þekkir fjöllin eins og handabakið á sér.

DAGSKRÁ

Dagur 1: Velkomin - undirbúningur ævintýranna framundan.

Við hittumst seinnipart dags á Seyðisfirði. Förum yfir útbúnað og aðstæður. Ræðum áætlun næstu daga og förum yfir leiðir sem við ætlum að skíða.
Við njótum fyrsta kvöldverðs ferðarinnar á Skaftfelli og kynnumst betur yfir drykk að eigin vali.

Dagar 2 til 4:

Við vöknum við fossaniðinn í firðinum og þau sem vilja geta hafið daginn á léttum teygjum í morgunsólinni á pallinum í Lónsleiru. Íbúðirnar verða fullt hús matar við komu svo við borðum nægju okkar þar á morgnanna og hlöðum vel á tankinn fyrir átök dagsins.
Við skoðum aðstæður og veður og veljum leiðir dagsins eftir því.

Langur dagur framundan á skíðum og brettum í Seyðfirsku ölpunum.

Ef aðstæður eru réttar stefnum við á Sandhólatind, hæsta fjall fjarðarins, einhvern dag í ferðinni. Þar bíður okkar snjór sem væri hægt að renna sér á út júlí og margir möguleikar skíðunnar og langar brekkur.
Eftir langan og góðan dag í fjöllunum höldum við heim á leið. Þau sem vilja geta skellt sér í heitu pottana og sauna í sundhöllinni þekktu, hannaðri af Guðjóni Samúelssyni.

Við njótum svo kvöldverðar á Skaftfelli og látum líða úr okkur um leið og við söfnum kröftum fyrir nýjan dag.

Dagur 5

Allt gott tekur enda og það er komið að heimferð. VIð höldum þó möguleianum opnum að taka eina stutta ferð fyrripart dags áður en við segjum alveg skilið við íbúðirnar og fjörðinn.

 

*Ath. hægt er að kaupa ferðina án gistingar fyrir þá sem ekki þurfa á henni að halda. Hafið samband á netfangið tommi@tindartravel.is fyrir frekari upplýsingar.

Loading...

INNIFALIÐ

  • Leiðsögn
  • Gisting í glæsilegum íbúðum
  • Máltíðir
  • Ferðir til og frá Egilsstöðum við upphaf ferðar

EKKI INNIFALIÐ

  • Almennur útbúnaður til ferðarinnar 
  • Áfengir drykkir
  • Persónulegar tryggingar

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Ferdaskrifstofa Travel Agency

Start typing and press Enter to search