LEGGJABRJÓTUR

Skemmtileg ganga um forna þjóðleið til og frá Alþingi hinu forna. Þú þarft ekki að keyra og færð að sofa í þínu rúmi bæði fyrir og eftir göngu. 

3. JÚNÍ 2019

LEGGJABRJÓTUR

Komdu með í göngu og láttu sem þú sért að skunda af Alþingi hinu forna.

Langar þig að feta í fótspor forfeðranna? Leggjabrjótur er forn þjóðleið milli Hvalfjarðar og Þingvalla sem liggur um skarðið sem skilur að Botnssúlur og Búrfell. Upphafsstaður göngu er því ekki sá sami og endastaður sem þýðir að við ætlum okkur að nota langferðabíl til að skutla okkur og sækja.

Gangan er ekki erfið og hentar öllum göngugörpum sem hafa gaman af útivist og treysta sér í að ganga í nokkrar klukkustundir.

Vegalengd: 16 km.

Hækkun: 500 m.

Lækkun: 600 m.

Lengd: 6 klst.

Verð: 9.900 kr.

Innifalið: Leiðsögn og rúta.

DAGSKRÁ

Við förum með rútu kl. 16:00 frá Skútuvogi 2 að Þingvöllum. Þaðan göngum við frá Svartagili í Þingvallasveit og inn eftir Öxarárdal, yfir Leggjabrjót og endum svo í Botnsdal í Hvalfirði. Þar tökum við nokkrar góðar teygjur áður en við setjumst upp í rútu og höldum heim á leið. Á leiðinni finnum við að sjálfsögðu fallegan stað til að borða nestið okkar og svo tökum örugglega einhver myndastopp til að geta sannað fyrir vinum og vandamönnum að við drifum okkur út.

Loading...

INNIFALIÐ

  • Leiðsögn.
  • Rúta

EKKI INNIFALIÐ

  • Almennur útbúnaður til ferðarinnar
  • Nesti 

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search