KATTARTJARNALEIÐ

Kvöldganga um fallegt svæði með smá sulli. 

5. JÚNÍ 2019
3. JÚLÍ 2019

KATTARTJARNALEIÐ

Kvöldganga um fallegt svæði með smá sulli. 

5. JÚNÍ 2019
3. JÚLÍ 2019

KATTARTJARNALEIÐ

5. júní 2019
3. júlí 2019

Flestir þekkja Reykjadalinn en hvað með að fara aðeins lengra? Það er nefnilega margt að sjá á þessu háhitasvæði sem staðsett er á virka gosbeltinu. Mun fleira en fólk að baða sig í ánni. 

Gangan er ekki erfið. Hún hentar öllum göngugörpum sem hafa gaman af útivist og treysta sér í að ganga í nokkrar klukkustundir. 

Vegalengd: 16 km.

Hækkun: 500 m.

Lengd: 5-6 klst.

Verð: 8.900 kr.

Innifalið: Leiðsögn og rúta.

DAGSKRÁ

Upphafsstaður göngu er ekki sá sami og endastaður og því pöntum við langferðabíl kl. 16:00 úr bænum. Það er alltaf stemning, sumir vilja sitja fremst og aðrir slást um að ná öftustu sætunum. Allaveganna, við hefjum gönguna í Hveragerði, á bílastæðinu í Reykjadalnum. Við ætlum þó ekki að labba sömu leið og allir ferðamennirnir, ónei! Við förum upp í Grænadal og göngum upp meðfram Grænadalsá. Á leiðinni munum við ganga fram hjá fallegum hverum sem láta í sér heyra. Við göngum alla leið upp að Ölkelduhnúk og borðum þar nestið og horfum ofan í Reykjadalinn og heitu ána. Þaðan höldum við áfram, meðfram Hrómundartindi og alla leið að Ölfusvatnsá sem leiðir okkur á endastað, Grafningsveg við Þingvallavatn. Þegar stutt verður eftir frelsum við tærnar og vöðum ána sem er alltaf bæði gaman og afar hressandi. Við mælum því með vaðskóm/gömlum strigaskóm og litlu handklæði í bakpokann. Þessi leið er afar falleg, full af giljum og fallega grænum brekkum þannig að það verður auðvelt að finna staði til að næra okkur á og taka myndir sem vinir okkar munu öfunda okkur af. 

Loading...

INNIFALIÐ

  • Leiðsögn og rúta.

EKKI INNIFALIÐ

  • Almennur útbúnaður til ferðarinnar
  • Nesti 

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search

X