Jarlhettur

Við ætlum að ganga um þetta fallega svæði sem margir hafa heyrt af fáir komið og heimsótt. Þetta er skemmtileg, krefjandi og falleg leið.

13. JÚNÍ 2020

JARLHETTUR

13. júní 2020

Komdu með í dagferð og njóttu útsýnisins.

Jarlhettur eru móbergshryggur við Eystri-Hagafellsjökul í Langjökli. Svæðið er tignarlegt, með mörgum og fallegum tindum sem standa stakir í landslaginu. Lengd hryggsins er um 14km og stendur þar Stóra Jarlhetta mest út úr, um 943m há. Við setjum stefnuna á hana!

Gangan er krefjandi á kafla, með bröttum hlíðum og lausu grjóti undir fótinn. Hún verðlaunar mann með miklu útsýni til allra átta, yfir hálendið, Langjökul og allra leið til Kerlingarfjalla.

Vegalengd: 14 km. 

Hækkun: 800 m.

Lengd: 7-8 klst. 

Verð: 6.900 kr.

Innifalið: Leiðsögn.

DAGSKRÁ

Mæting á Gullfoss kaffi kl. 9 þaðan sem við munum keyra í samfloti að upphafsstað göngu, veg F355 - Hagavatnsveg. 

Gangan hefst um kl. 9:30 og gerum við ráð fyrir því að koma aftur á bílastæðið um 7-8 klst síðar.

Loading...

INNIFALIÐ

  • Leiðsögn

EKKI INNIFALIÐ

  • Almennur útbúnaður til ferðarinnar
  • Nesti 
  • Akstur til og frá upphafsstað

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search

X