Hekla - sumarsólstöður

Fjallganga á Heklu er eitthvað sem allt fjallafólk verður að prófa. Það ætlum við að gera á sumarsólstöðum!

20. júní 2020

Hekla

20. júní 2020

Það kannast allir við Heklu, eitt virkasta eldfjall landsins. Fjallið sem var á miðöldum þekkt sem inngangur helvítis. Eftir gos í Heklu í byrjun tólftu aldar tók einhver enskur séntilmaðurinn sig til og orti kvæði um erkisvikarann Júdas og að hann væri geymdur í Heklu. Sem er svo sem ekki skrítið þar sem evrópskir klerkar tóku á þessum tímum öllum eldgosum fegins hendi enda sönnuðu þau þar með tilvist helvítis. Eigum við að kíkja á helvítið? 

Gangan er ekki erfið og hentar öllum göngugörpum sem hafa gaman af útivist og treysta sér í að ganga í nokkrar klukkustundir. Þar sem um sumarsólstöður er að ræða ætlum við að ganga inn í nóttina og upplifa útsýnið til allra átta frá toppi fjallsins.

Vegalengd: 12 km.

Hækkun: 900 m.

Lengd: 5 klst.

Verð: 6.900 kr.

Innifalið: Leiðsögn.

DAGSKRÁ

Við hittumst kl. 18 á Vegamótum, við Landveg. Þaðan keyrum við í halarófu á upphafsstað göngu. Gerum ráð fyrir að hefja göng um kl. 19 og ganga inn í kvöldið/nóttina.

Loading...

INNIFALIÐ

  • Leiðsögn.

EKKI INNIFALIÐ

  • Almennur útbúnaður til ferðarinnar
  • Nesti 
  • Ferðir til og frá upphafsstað göngu

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Ferdaskrifstofa Travel Agency

Start typing and press Enter to search

X