fjallatindar 2019 - Miðvikudagshópur

Hverja hefur ekki dreymt um að klifa Hvannadalshnúk, hæsta tind Íslands? Ef þú ert ein(n) af þeim þá erum við með prógram handa þér!

FJALLATINDAR 2019 - MIÐVIKUDAGSHÓPUR

Við hefjum leika 2. febrúar! Fjallatindar er námskeið hannað sérstaklega með Hvannadalshnúk í huga. Það spannar 20 vikur sem munu fara í undirbúning fyrir þessa skemmtilegu en jafnframt krefjandi göngu. Við munum læra göngutækni, öndun, hvernig á að klæða sig og hvað skal borða ásamt mörgu öðru sem kemur sér vel að kunna í fjallgöngum. Á þessum 20 vikum göngum við á hin ýmsu fjöll í kringum höfuðborgarsvæðið, allt frá stuttum og lágum til lengri og hærri, allt með hnúkinn fagra í huga. Þetta er frábært námskeið fyrir þá sem hafa dreymt um að fara á hnúkinn. Nú er tækifæri til að breyta þeim draumum í veruleika! Í vor munu þátttakendur í Fjallatindum fá námskeiðið Fjallaform að kostnaðarlausu í undirbúningsferlinu fyrir stóru göngurnar. Fjallaform miðar að enn betra þreki og úthaldi, minnkar líkur á meiðslum og óþægindum, eykur súrefnisflutningsgetu og veitir almenna vellíðan. Allir geta verið með því hver og einn vinnur með sína ákefð óháð öðrum á svæðinu en saman munum við öll sjá frábærar framfarir.
Við hittumst einu sinni í viku og byrjar prógramið 8 vikum fyrir stóru göngurnar.
Vertu með frá upphafi!
2.feb lau Helgafell
6.feb mið Mosfell
20.feb mið Fræðslukvöld
2.mar lau Stóra Kóngsfell
6.mar mið Esja að steini
20.mar mið Stóri Meitill
30.mar lau Botnssúlur
3.apr mið Blákollur
24.apr mið Akrafjall
4.maí lau Snæfellsjökull
8.maí mið Undirbúningsfundur
22.maí mið Móskarðshnúkar
25.maí lau Hvannadalshnúkur
SMÁA LETRIÐ
  • Þátttakendur þurfa að eiga Esjubrodda (göngubrodda) og höfuðljós auk þess að vera viðbúnir því að leigja viðeigandi búnað fyrir jöklaferðirnar. Hægt verður að leigja allan útbúnað á námskeiðinu.
  • Dagsetning Hvannadalshnúks er birt með fyrirvara um aðstæður. Stefnt er á fyrri helgina (25. - 26. maí) og er seinni (1. - 2. júní) höfð til vara ef veðurspá er slæm.
  • Þátttakendur fá afslátt í ýmsum útivistarverslunum til þess að undirbúa sig fyrir komandi göngur, sem dæmi 20% afslátt af göngubroddum og höfuðljósum.
Loading...

Staðfestingargjald er 15.000 isk en námskeiðið kemur til greiðslu í byrjun janúar.

Makaafsláttur er 20% af seinna gjaldi.

Sé óskað eftir léttgreiðslu þarf að hafa samband á info@tindartravel.is

Mikilvægt er að þátttakendur kynni sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search

X