fimmvörðuháls

 18. JÚLÍ 2020

Komdu með í eins dags göngu sem hefst við Skógarfoss og endar í Þórsmörk á grilli og tjaldútilegu. 

FIMMVÖRÐUHÁLS

Sumarið 2019 bjóðum við upp á einstaklega skemmtilega göngu yfir Fimmvörðuháls. Þetta er ein fallegasta gönguleið landsins í mjög fjölbreyttu landslagi. Við sjáum óteljandi fossa, göngum á milli jökla og kíkjum á gígana sem mynduðust í gosinu 2010, þá Magna og Móða. Rúsínan í pylsuendanum er svo að ganga niður í gróðursældina í Þórsmörk. 

Þetta er ekki tæknilega erfið ganga en æskilegt er að þátttakendur séu í góðu formi. Við förum okkur engu óðslega og njótum ferðarinnar alla leið.

Athugið að hægt er að fá leigðan búnað eins og tjöld, svefnpoka, dýnur og þess háttar.

Vegalengd: 25 km.

Hækkun: 1100 m. 

DAGSKRÁ

Við leggjum af stað úr höfuðborginni snemma að morgni laugardags og keyrum austur að Skógum þar sem gangan hefst. Farangurinn er keyrður inn í Þórsmörk og bíður okkar þar þegar við komum niður. Um kvöldið sláum við svo upp grillveislu og gistum í tjöldum. Haldið verður heim á leið á hádegi á sunnudeginum.

Loading...

INNIFALIÐ

  • Allar ferðir. 
  • Leiðsögn.
  • Grillveisla (matur).
  • Tjaldstæði.
  • Sérkjör á útivistarfatnaði/-búnaði. 

EKKI INNIFALIÐ

  • Almennur útbúnaður til ferðarinnar (hægt er að leigja útbúnað).
  • Nesti á leiðinni.
  • Kvölddrykkir.
  • Morgunmatur.

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search