fimmvörðuháls - dagsferð

 

Komdu með í dagsferð á Fimmvörðuháls - 20. júlí 2019 

FIMMVÖRÐUHÁLS

20. júlí 2019

 

Þann 20. júlí ætlum við að bjóða upp á dagsferð yfir Fimmvörðuháls, eina fallegustu gönguleið landsins.

 
Landslagið er fjölbreytt og byrjum við á því að ganga meðfram fossaröðinni upp frá Skógarfossi. Á leiðinni munum við ganga á milli jökla, kíkja upp á Magna og Móða og enda svo í Þórsmörk þar sem rútan bíður okkar og skutlar aftur í bæinn.
 
Þetta er ekki tæknilega erfið ganga en æskilegt er að þátttakendur séu í góðu formi. Við förum okkur engu óðslega og njótum ferðarinnar alla leið.
 
Vegalengdin er um 25km með um 1100m hækkun.
Gangan tekur um 10 klst.
 

Verðið er 14.900kr.

Innifalið er leiðsögn og rúta frá Reykjavík og aftur heim.
 
Lagt er af stað kl. 7 á laugardagsmorgni og komið aftur heim um miðnætti. 
Lágmarksþátttaka er 25 og hámarksþátttaka er 40.
 
Loading...

INNIFALIÐ

  • Allar ferðir. 
  • Leiðsögn.

EKKI INNIFALIÐ

  • Almennur útbúnaður til ferðarinnar (hægt er að leigja útbúnað).
  • Nesti á leiðinni.

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search

X