BOTNSSÚLUR - VESTURSÚLA

Kvöldganga á gamla megineldstöð sem býður upp á magnað útsýni á góðum dögum. 

18. JÚNÍ 2020

BOTNSSÚLUR

Botnssúlur er hópur móbergstinda sem eru á milli Botnsdals í Hvalfirði og Þingvalla. Tindarnir eru svipaðir að hæð en við ætlum á næsthæsta tindinn, sjálfa Vestursúlu. Hún er hátt í 1100 metra há sem þýðir að við upplifum ægifagurt útsýni. Við eigum það nú líka eiginlega skilið eftir þessa hækkun.

Gangan er ekki erfið og hentar öllum göngugörpum sem hafa gaman af útivist og treysta sér í að ganga í nokkrar klukkustundir.

Vegalengd: 16 km.

Hækkun: 1000 m.

Lengd: 6-7 klst.

Verð: 6.900 kr.

Innifalið: Leiðsögn.

DAGSKRÁ

Við hittumst kl. 16 á leiðinni út úr borginni og sameinumst í bíla. Það er umhverfisvænt og ekki skemmir fyrir að mögulega kynnist maður nýju fólki. Nema náttúrulega útvarpið sé stillt í botn, sem má líka alveg. Við keyrum svo í samfloti í Botnsdal í Hvalfirði en þar hefst sjálf gangan. Við göngum framhjá Glymsgili með stefnu á Botnssúlurnar og njótum á leiðinni stórkostlegs útsýnis yfir Hvalfjörðinn og alla leið út á Snæfellsnes ef verður leyfir. Við stoppum auðvitað á leiðinni til að næra okkur og taka myndir, því sumir segja ef það er ekki mynd þá gerðist það ekki. Það er að minnsta kosti gaman að eiga sannanir. Þegar niður er komið þá klöppum við okkur á bakið og tökum jafnvel nokkrar teygjur áður en við leggjum af stað í bæinn.  

Loading...

INNIFALIÐ

  • Leiðsögn.

EKKI INNIFALIÐ

  • Almennur útbúnaður til ferðarinnar
  • Nesti 

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search