Ævintýratindar 2020

Vantar þig skemmtilega fjallgönguáskorun fyrir árið eða bara reglulegar fjallgöngur í skemmtilegum hóp? Þá erum við með verkefnið fyrir þig!

Dagskráin hefst 18 janúar og stendur yfir allt árið.

ÆVINTÝRATINDAR 2020

Við hefjum leika 18. janúar!

*námskeiðið er nú Uppselt*


 Kynningarfundur um Ævintýratinda verður haldinn 8. janúar 2020.

22 styttri göngur + 10 helgar göngur, hljómar það ekki vel?

Við munum ganga tvö virk kvöld í mánuði á spennandi fjöll í kringum höfuðborgarsvæðið, fara hratt yfir og ná góðri æfingu. Einn laugardag í mánuði förum við síðan í lengri og meira krefjandi göngu, dagsferð. Fjöllin eru fjölbreytt eins og þau eru mörg og því er líflegt fjallaár framundan.

Dagskráin er hugsuð fyrir þá sem vanir eru göngum eða hafa verið áður á námskeiði hjá Tindum.

Í vor munu þátttakendur í Ævintýratindum fá námskeiðið Fjallaform að kostnaðarlausu í undirbúningsferlinu fyrir stóru göngurnar. Fjallaform miðar að enn betra þreki og úthaldi, minnkar líkur á meiðslum og óþægindum, eykur súrefnisflutningsgetu og veitir almenna vellíðan. 
Allir geta verið með því hver og einn vinnur með sína ákefð óháð öðrum á svæðinu en saman munum við öll sjá frábærar framfarir. 
Nánar um það síðar.


18.jan
lau
Hvalfell
22.janmiðÞorbjörn
5.febmiðHúsfell
15.feb
lau
Heiðarhorn
19.febmiðGrímansfell
4.marmiðGeitafell
14.mar
lau
Syðstasúla
18.marmiðVatnshlíðarhorn
1.aprmiðSkálafell á Hellisheiði
19.apr
sun
Eyjafjallajökull
22.aprmiðÞyrill í Hvalfirði
6.maímiðSkarðsmýrarfjall
20.maímiðKerhólakambur
30.maí
lau
Hrútfjallstindar
10.júnmiðMóskarðshnúkar (hringur)
24.júnmiðSveifluháls
8.júlmiðTrana í Kjós
22.júlmiðLambafell
25.júl
lau
Eiríksjökull
5.ágúmiðLambafellsgjá og Trölladyngja
19.ágúmiðMelahnúkur
29.ágú
lau
Háalda í Landmannalaugum
2.sepmiðSnókur
16.sepmiðEsja upp að steini
26.sep
lau
Háifoss í Þjórsárdal
30.sepmiðSköflungur
14.oktmiðÆsustaðafjall og Reykjafell
24.okt
lau
Hafnarfjall (hringur)
28.oktmiðÚlfarsfell (þrek)
11.nóvmiðÖskjuhlíð (þrek)
21.nóv
lau
Bláfjallahryggur
SMÁA LETRIÐ
  • Þátttakendur þurfa að eiga Esjubrodda (göngubrodda) og höfuðljós auk þess að vera viðbúnir því að leigja viðeigandi búnað fyrir jöklaferðirnar. Hægt verður að leigja allan útbúnað á námskeiðinu.
  • Þátttakendur fá afslátt í ýmsum útivistarverslunum til þess að undirbúa sig fyrir komandi göngur, sem dæmi 20% afslátt af göngubroddum og höfuðljósum.
Loading...

Staðfestingargjald er 20.000 isk en námskeiðið kemur til greiðslu í byrjun janúar.

Makaafsláttur er 20% af seinna gjaldi

Sé óskað eftir léttgreiðslu þarf að hafa samband á info@tindartravel.is

Mikilvægt er að þátttakendur kynni
sér ferðaskilmála vel og vandlega.

Start typing and press Enter to search