ÆVINTÝRAFERÐIR UM ÍSLAND

Dagsferðir

Kattartjarnaleið

5. júní 2019
3. júlí 2019

Langar þig að ganga Grænadalinn, meðfram tjörnum, vaða yfir á og enda á Þingvöllum? Kíktu með okkur þessa skemmtilegu leið sem byrjar og endar í langferðabíl.  

tRÖLLADYNGJA - gRÆNADYNGJA - FÍFLAVALLAFJALL

31. júlí 2019

Komdu með Tindum í tindahopp og sjáðu sólina setjast yfir borgina. Við ætlum að hoppa á milli þriggja tinda og útsýnið verður bara betra og betra með hverjum og einum! 

Botnssúlur - vestursúla

26. júní 2019
24. júlí 2019

Viltu ganga á ríflega eittþúsund metra háa megineldstöð? Botnssúlur eru rétt fyrir utan borgina, nánar tiltekið í Botnsdal í Hvalfirði. Þetta er týpískt fjall sem maður er alltaf á leiðinni á. Kíktu með okkur eina kvöldstund. 

Leggjabrjótur

12. júní 2019
10. júlí 2019

Við ætlum að ganga þessa fornu þjóðleið milli Þingvalla og Hvalfjarðar. Hefjum leika á Þingvöllum og göngum yfir í Botnsdal með mörgum myndatoppum á leiðinni. Leiðin er ævintýri fyrir göngufólk og þá sem hafa áhuga á gömlum þjóðsögum.

SÍLDARMANNAGÖTUR

19. júní 2019
17. júlí 2019

Hver segir að það sé mikið mál að ganga yfir í Skorradal? Iss, við ætlum að gera það á nokkrum klukkustundum. Við byrjum bara í Hvalfirði. Þú þarft samt ekki að keyra þangað því við ætlum að ferðast þangað saman í langferðabíl. Jibbí kóla... 

Helgarferðir

FIMMVÖRÐUHÁLS

 JÚNÍ / JÚLÍ / ÁGÚST 2019

Fimmvörðuhálsinn er ein vinsælasta gönguleið landsins í afar fjölbreyttu landslagi. Þetta er einn göngudagur sem endar í grilli og útilegustemningu í Þórsmörk þar sem gist er í tjöldum.

HAUSTFERÐ Í ÞÓRSMÖRK

20.-22. SEPTEMBER 2019

Hefurðu gengið Tindfjallahringinn í mörkinni? Farið upp á Rjúpnafellið? Komdu með okkur eina af okkar uppáhaldsgöngum. Við bætum líka við heilsubótargöngu á Útigönguhöfða áður en við leggjum aftur af stað í bæinn...  

Lengri ferðir

SVEINSTINDUR - SKÆLINGAr - HÓLASKJÓL

5. - 8. júlí 2019


Fögur fjöll, hraunmyndanir, gil og gljúfur. Þetta og fleira í þessari fjögurra daga ævintýraferð. Göngudagarnir eru þrír og er endað í grillveislu í Hólaskjóli.

Víknaslóðir

3. - 6. júlí 2019Víknaslóðir er algjör perla sem göngufólk þarf að heimsækja allavega einu sinni. Fjöllin eru há, firðirnir langir og landslagið fjölbreytt. Við munum því upplifa allt það besta sem austurland hefur upp á að bjóða.    

Ævintýralegur Vatnajökull

11. - 16. júlí 2019

Ævintýraveröld Vatnajökuls er eitthvað sem sannkallað ævintýrafólk lætur ekki fram hjá sér fara. Árið 2019 munum við bjóða upp á eftirminnilega ferð á þetta draumasvæði. Bakpokaferðalag eins og best verður á kosið.   

"HIKE MORE, WORRY LESS"

Start typing and press Enter to search

X