FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA

Við bjóðum fyrirtækjum upp á fræðslufyrirlestra, námskeið og ferðir sniðnar að hverjum og einum vinnustað.
Þjónustan er persónuleg og engin verkefni of lítil né stór, hvort sem um ræðir þig eða þína viðskiptavini.

Vertu í sambandi og saman finnum við réttu lausnina fyrir vinnustaðinn þinn!

8848 ÁSTÆÐUR
TIL ÞESS AÐ GEFAST UPP

Saga Vilborgar Örnu. Fyrirlesturinn fjallar um ferðalag í átt  markmiði sem reyndist síður en svo auðvelt  ná. Sagan er persónuleg og fjallar um hvernig er hægt  yfirstíga hindranir, halda út í erfiðum aðstæðum, sorgir sem og sigra. Sagan á erindi við alla sem þurfa  takast á við áskoranir, mótlæti eða vilja bæta árangur sinn.

ÚTIVIST SEM LÍFSTÍLL

Þessi fyrirlestur hentar þeim sem vilja gera útivist að lífstíl sínum. Hvar á að byrja, hvernig ber maður sig að, hvað þarf að eiga og ávinningur.

Einnig er farið yfir markmið, hvernig á að setja sér þau og fylgja eftir í átt að árangri.

Útivist - hvar skal byrja?

Í þessum fyrirlestri er farið ítarlega yfir þau atriði sem þarf að huga að þegar í útivist er farið. Atriði eins og fatnaður, matur, göngutækni og öndun verða rædd ásamt öðrum skemmtilegum viðfangsefnum. Fyrirlesturinn tekur um 90 mín og gert er ráð fyrir umræðu í lokin.

Til viðbótar við fyrirlesturinn bætist tækniganga á Helgafell í Hafnarfirði þar sem farið er yfir það sem lært var og hlutirnir sýndir verklega.

fyrirlestrar

Við bjóðum upp á nokkrar tegundir fyrirlestra sem eru tilgreindir hér vinstra megin.

Fyrirlestrarnir sem snúa að útivist og markmiðasetningu henta öllum og farið er þar yfir grunnskrefin í útivistinni og hvar á að byrja. Hlutir eins og fatnaður, matur, tækni o.fl. eru ræddir og farið yfir á „mannamáli“. Einnig ræðum við markmið, hvernig á að setja sér þau og vinna í átt að því að ná þeim.

nÁMSKEIÐ

Námskeiðin eru sniðin að hverjum hóp fyrir sig, hvort sem um ræðir byrjendur eða lengra komnar. Við byrjum á fræðslufundi og göngum svo einu sinni í viku, í 4 vikur, lærum tæknina, förum yfir fatnaðinn og nestið o.fl. spennandi, allt á meðan við hækkum okkur með hverri göngu.

Boðið er upp á sérsniðnar lausnir fyrir hvern vinnustað fyrir sig og er þetta aðeins eitt dæmi um það sem hægt er að gera.

Fundir og ferðir

Við aðstoðum fyrirtæki og starfsmannafélög við skipulagningu og framkvæmd gönguferða, vinnufunda sem og skemmti- og fjölskyldudaga. 

Lausnirnar eru mismunandi og engin verkefni of lítil. Hvort sem um ræðir jöklagöngu á Snæfellsjökul, dagsferð á Fimmvörðuháls, snjósleðaferð á Langjökli eða fjölskyldudag í Þórsmörk, við getum gert allt með þínu fyrirtæki.

Við sjáum um skipulagningu og framkvæmd og þú mætir með fólkið þitt!

 

Start typing and press Enter to search