Almennir Ferðaskilmálar:

Námskeið

Eftirfarandi á við um námskeið eða aðra kennslu á vegum Tinda Travel. Bókun á námskeið telst ekki gild nema námskeiðsgjald sé greitt og skal gjaldið vera að fullu greitt fyrir fyrstu kennslustund. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

Dags ferðir

Dags ferðir eru ferðir sem standa í skemur en sólarhring. Bókun í ferð telst ekki gild nema staðfestingargjald sé greitt. Ferð skal vera greidd að fullu viku fyrir brottför nema annað sé tekið fram. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.

Afbókanir

Um afbókanir gilda eftirfarandi reglur (athugið að staðfestingargjald er óendurgreiðanlegt):

Ef afbókað er:

  • viku fyrir brottför er ferð endurgreidd að fullu.
  • 3 dögum fyrir brottför er helmingur fargjalds endurgreiddur.
  • með styttri fyrirvara en 3 dögum fæst engin endurgreiðsla.

 

Lengri ferðir

Lengri ferðir eru ferðir sem standa í sólarhring eða lengur. Bókun í ferð telst ekki gild nema staðfestingargjald sé greitt. Ferð skal vera greidd að fullu mánuði fyrir brottför nema annað sé tekið fram. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.

Afbókanir

Um afbókanir gilda eftirfarandi reglur (athugið að staðfestingargjald er óendurgreiðanlegt):

Ef afbókað er:

  • 2 vikum fyrir brottför er ferð endurgreidd að fullu.
  • 1-2 vikum fyrir brottför er helmingur fargjalds endurgreiddur.
  • með styttri fyrirvara en 1 viku fæst engin endurgreiðsla.

Breytt áætlun/niðurfelling ferða

Tindar Travel áskilja sér rétt til að hætta við, breyta áætlun eða fresta ferð vegna veðurs eða annara aðstæðna. Einnig ef ekki næst næg þátttaka. Ef hætta þarf við ferð er hún endurgreidd að fullu.

Tryggingar & skyldur farþega

Farþegar ferðast ávallt á eigin ábyrgð. Tindar Travel tryggja hvorki farþega, útbúnað né önnur verðmæti í ferðum félagsins. Farþegar skulu ávallt fara eftir fyrirmælum farastjóra og hvorki stofna sér né öðrum í hættu.

Start typing and press Enter to search

X