Bómull drepur!

Við vitum að þetta hljómar dálítið harkalega en þetta er staðreynd. Að minnsta kosti þegar kemur að útivist. En af hverju er þetta saklausa efni svona hættulegt þegar við bregðum okkur af bæ?

Fötin halda á okkur hita með því að hleypa lofti að okkur sem svo hitnar. Þessi sömu föt þurfa að anda svo svitinn komist út. Það sem gerist hins vegar þegar við svitnum í bómul er að bómullinn blotnar og hættir að veita okkur þá einangrun sem við þurfum. Bómullinn verður eins og svampur. Það þarf heldur alls ekki að vera frost til að þetta verði hættulegt. Um leið og hitinn úti er lægri en líkamshiti okkar (sem er alltaf raunin hér á landi nema þá helst í draumum okkar) þá verður okkur kalt í blautri bómull og þannig eykst hættan á ofkælingu.

Bómullinn andar sem sagt ekki og við notum hana ekki í útivist. En hvað eigum þá að nota?

Við þurfum flíkur sem anda svo að svitinn komist út en festist ekki í flíkinni næst okkur. Það eru til alls kyns góðar flíkur úr gerviefnum sem búa yfir þessum eiginleikum. Best er að fara í sérsverslanir til að kaupa þannig flíkur. Ullin gerir líka sitt gagn því þótt hún taki í sig hluta rakans í stað þess að hleypa honum öllum út þá heldur hún enn einangrunargildi sínu.

Þetta á ekki bara við boli heldur líka neðri partinn. Bómullarbuxur henta ekki á fjöllum. Ekki heldur sem nærbuxur. Þannig að nú er bara að finna góða gerviefnablöndu eða ullarföt. Og nærbuxur sem stinga ekki…

Recommended Posts

Start typing and press Enter to search

Kraftkúlur
X