Af flatlendi á fjöll

Er þolið lítið? Langar þig að ganga Fimmvörðuhálsinn eða Laugaveginn? Eða bara að geta haldið í við vini þína? Hér er æfingaáætlun sem kemur þér af stað og vel það.

Vika 1

  1. Mosfell í Mosfellsdal. Hæð 280 m og gönguhringurinn um 4km.
  2. Úlfarsfell. Hæð 295 m og gönguhringur um 5 km.

Vika 2

  1. Helgafell í Hafnarfirði. Hæð 338 m. Margar leiðir eru á fjallið, við mælum með að fara hring (ekki sömu leið upp og niður) og þá verður leiðin 5,4 km.
  2. Háihnúkur í Akrafjalli. Hæð 555 m og leiðin er um 4,6 km.

Vika 3

  1. Esjan upp að Steini. Hæð 586 m og leiðin er um 6 km.
  2. Móskarðshnúkar. Hæð 807 m og 7 km. Nú er tilvalið að skella bakpoka á bakið og æfa framvegis með hann ef þú hefur ekki gert það nú þegar.
  3. Leggjabrjótur. Hækkun um 500 m og leiðin er um 17 km.

Vika 4

  1. Helgafell í Hafnarfirði. Nú ættir þú að finna verulegan mun frá því þú fórst í viku 2.
  2. Vífilsfell. 655 m og leiðin er um 5 km.
  3. Skeggi í Henglinum. 805 m og leiðin er um 12 km.

 

Nú er þér ekkert að vanbúnaði, formið er komið til að ganga til dæmis Fimmvörðuháls. Þú getur svo auðvitað líka alltaf skellt þér í einn af gönguhópunum okkar.

 

Recent Posts

Start typing and press Enter to search

10 ATRIÐI FYRIR SVEFN Í TJALDIKraftkúlur
X