10 ráð til að sofa vel í tjaldi

Það er frábært að sofa í tjaldi. Að hlusta á hljóðin í náttúrunni og anda að sér fersku lofti. Að minnsta kosti ferskara lofti en inni í húsum. Það er þó ekki sjálfgefið að upplifunin sé jákvæð þannig að hér er listi yfir hluti sem gera svefninn betri…

  1. Svefnpoki. Veldu poka sem hentar fyrir íslenskar sumarnætur.
  2. Dýna. Af því að það er þægilegra að sofa á svoleiðis en á jörðinni. Sérstaklega á malartjaldstæðinu í Landmannalaugum.
  3. Vertu þurr. Það er ávísun á kulda að fara rakur að sofa.
  4. Ullarnærföt. Þau er hlý og notaleg.
  5. Húfa. Við töpum hita án húfu.
  6. Leppar fyrir augu. Eða bara buff. Það er víst töff. Það hjálpar á björtum sumarnóttum. Þú getur líka slegið 3 og 4 saman og valið húfu sem hægt er að bretta niður fyrir augu.
  7. Ullarsokkar. Af því að það er óþægilegt að hafa kaldar tær. Það er líka gott að nudda tærnar fyrir svefninn en ekki treysta á aðra í þeim efnum.
  8. Fyrir mestu kuldaskræfuna: Hitaðu vatn og settu í Nalgene brúsa eða annan sambærilegan þar sem hann er hitaþolinn og opnast ekki auðveldlega. Sjá nr. 3.
  9. Eyrnatappar. Ef fuglasöngur, árniður eða lágvært spjall úr næsta tjaldi truflar getu þína til að ferðast í draumaheiminn eru eyrnatappar frábær kostur.
  10. Valhopp. Ef það er hrollur í þér þegar þú ert búin(n) að bursta tennurnar (já það þarf) þá er ágætt að valhoppa á milli tjalda. Þannig nærðu hita í kroppinn og gleður bæði þig og aðra. Því það er algerlega vonlaust að vera súr þegar maður valhoppar. Prófaðu bara!
Recommended Posts

Start typing and press Enter to search

Af fjalllendi á fjöll
X