TAKTU ÞÁTT Í ÆVINTÝRUNUM MEÐ OKKUR

Við erum ævintýraklúbbur sem elskar útivist, hreyfingu, ferðalög og heilbrigðan lífsstíl. Okkur þykir gaman að ferðast um landið okkar sem og heiminn allan. Fallegt landslag, framandi þjóðir, matur, menning, fjöll og firnindi rúmast allt innan okkar hugmynda um ævintýri. Við viljum gjarnan að þú upplifir þau með okkur og við með þér!

NÆST Á DAGSKRÁ

Fjallatindar

MIÐVIKUDAGSHÓPUR

Viltu prófa nýjar áskoranir, ný fjöll og læra ýmislegt sem kemur að fjallgöngum? Við ætlum í styttri og lengri göngur til að æfa okkur fyrir Hvannadalshnúk í maí.

Námskeiðið hefst 2. febrúar

Skráning er hafin og aðeins eru örfá sæti eftir laus.

æVINTÝRATINDAR

Vantar þig skemmtilega fjallgönguáskorun fyrir árið eða bara reglulegar fjallgöngur í skemmtilegum hóp? Þá erum við með verkefnið fyrir þig!

 

Leikar hefjast 8. janúar og standa yfir allt árið.

**UPPSELT**

Tenerife

Komdu með í skemmti- og ævintýraferð til Tenerife og upplifðu eyjuna á nýjan hátt! Við ætlum í fjallgöngur, skoðunarferðir, skemmtisiglingu og margt fleira. Þetta er ferðin sem þú hefur beðið eftir!

 

Við förum í lok febrúar og verðum í viku. Skráning er hafin og allar nánari upplýsingar eru í hlekknum hér að neðan.

UPPLIFÐU ÆVINTÝRIN MEÐ OKKUR

Við aðstoðum þig með mikilli gleði hvort sem þú vilt fá upplýsingar, bóka þig í ferð eða að við sérsníðum ævintýraferð að þínum óskum.

Start typing and press Enter to search

X