TAKTU ÞÁTT Í ÆVINTÝRUNUM MEÐ OKKUR

Við erum ævintýraklúbbur sem elskar útivist, hreyfingu, ferðalög og heilbrigðan lífsstíl. Okkur þykir gaman að ferðast um landið okkar sem og heiminn allan. Fallegt landslag, framandi þjóðir, matur, menning, fjöll og firnindi rúmast allt innan okkar hugmynda um ævintýri. Við viljum gjarnan að þú upplifir þau með okkur og við með þér!

NÆST Á DAGSKRÁ - ÍSLAND

Leggjabrjótur

17. júlí 2019

Við ætlum að ganga þessa fornu þjóðleið milli Þingvalla og Hvalfjarðar. Hefjum leika á Þingvöllum og göngum yfir í Botnsdal með mörgum myndatoppum á leiðinni. Leiðin er ævintýri fyrir göngufólk og þá sem hafa áhuga á gömlum þjóðsögum.

TRÖLLADYNGJA - GRÆNADYNGJA - FÍFLAVALLAFJALL

31. júlí 2019

Komdu með Tindum í tindahopp og sjáðu sólina setjast yfir borgina. Við ætlum að hoppa á milli þriggja tinda og útsýnið verður bara betra og betra með hverjum og einum!

Kattartjarnaleið

14. ágúst 2019 **AUKABROTTFÖR**

Langar þig að eiga góða kvöldstund með skemmtilegu fólki á fallegu háhitasvæði? Við göngum Grænsdalinn, meðfram tjörnum, vöðum yfir á og endum á Grafningsvegi við Þingvallavatn. Kíktu með okkur þessa skemmtilegu leið sem hefur slegið í gegn hjá okkur í sumar.  

NÆST Á DAGSKRÁ - ÚT Í HEIM

Frakkland

Það besta af Mont Blanc

Í lok sumars skellum við okkur í ógleymanlega göngu í faðmi hæstu tinda Evrópu og njótum útivistar í náttúru sem á sér fáar hliðstæður.
Komdu með og hlöðum okkur af fjallaorku fyrir veturinn!

Slóvenía

Julian & Kamnik

Við ætlum að skoða tvo stærstu fjallgarðana í Slóveníu, Julian alpana og Kamnik alpana, sofa í fjallakofum og njóta þess að vera til. Þetta svæði svíkur svo sannarlega engan.  

 Skráning er hafin!

Rússland

Elbrus

Við erum á leiðinni á topp Evrópu - Elbrus (5.642m) í Rússlandi! Þetta er sannkallað ævintýri fyrir þá fjallaþyrstu.

Menning og fjöll, hvað fleira er hægt að biðja um?

UPPLIFÐU ÆVINTÝRIN MEÐ OKKUR

Við aðstoðum þig með mikilli gleði hvort sem þú vilt fá upplýsingar, bóka þig í ferð eða að við sérsníðum ævintýraferð að þínum óskum.

Start typing and press Enter to search

X